Bæjarstjórn Fjallabyggðar

249. fundur 29. október 2024 kl. 17:00 - 19:07 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti
  • Tómas Atli Einarsson 2. varaforseti
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • Guðjón M. Ólafsson 1. varaforseti
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorgeir Bjarnason aðalfulltrúi
  • Arnar Þór Stefánsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármáladeildar

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 844. fundur - 20. september 2024.

Málsnúmer 2409007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 15 liðum.
Til afgreiðslu er liður 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 9. lið fundarins.
  • 1.2 2409069 Samningur um þjónustu félagsráðgjafa
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 844. fundur - 20. september 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra og felur honum að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 845. fundur - 30. september 2024.

Málsnúmer 2409009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 6, 7 og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 2.6 2409107 Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Hornbrekka
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 845. fundur - 30. september 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tímabundið tækifærisleyfi til áfengisveitinga. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.7 2409111 Endurbætur - Bylgjubyggð 2b
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 845. fundur - 30. september 2024. Bæjarráð samþykkir að ráðast í flotun á gólfi efri hæðar Standgötu 20. í Ólafsfirði, en vísar að öðru leyti verkefnum til gerðar fjárhagsáætlunar 2025. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.8 2408048 Erindi vegna vatnstjóns - Eyrargata 15
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 845. fundur - 30. september 2024. Bæjarráð þakkar Þórði Georg Andersen fyrir innsent erindi. Sveitarfélagið getur ekki orðið við beiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 846. fundur - 7. október 2024.

Málsnúmer 2410001FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3 og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 3.3 2410002 Samningur Fjallabyggðar við Leyningsás 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 846. fundur - 7. október 2024. Bæjarráð ítrekar að hér er um bráðabirgðasamning sem byggir á núverandi skuldbindingum sveitarfélagsins gagnvart Leyningsási. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Málinu að öðru leyti vísað til verkefnahópsins um Skíðasvæðið í Skarðsdal.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 3.8 2204089 Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 846. fundur - 7. október 2024. Bæjarráð þakkar Hestamannafélaginu fyrir sína afgreiðslu. Bæjarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 847. fundur - 14. október 2024.

Málsnúmer 2410004FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu er liður 1.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 4.1 2408029 Listaverk á lóð að Aðalgötu 14
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 847. fundur - 14. október 2024. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa fyrir minnisblaðið. Ofangreindum starfsmönnum er falið í samráði við lögmann sveitarfélagsins að kalla eftir samþykki viðeigandi stofnanna til þess að taka verkið niður af lóðinni Aðalgötu 14. Þegar ákvörðun liggur fyrir um samþykki þá óskar bæjarráð að málið verði lagt aftur fyrir á næsta fundi. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 848. fundur - 18. október 2024.

Málsnúmer 2410009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu er liður 11.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 5.11 2410078 Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar - Þverá 11
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 848. fundur - 18. október 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

6.Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024.

Málsnúmer 2410011FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4 og 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • 6.1 2410101 Kjörstaðir við Alþingiskosningar 30. nóvember 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 6.2 2410100 Endurnýjun á raforkusamningi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög samningsins og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 6.3 2410080 Öryggisráðstafanir í sleðabrekku.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bæjarráð tekur undir áhyggjur íbúa og nefndarinnar. Ráðið samþykkir að veita fjármunum til tilraunaverkefnisins og það verði skilgreint sem umhverfisverkefni fyrir opin svæði. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 6.4 2410104 Afnot slökkviliðs af húsnæði við Siglufjarðarflugvöll.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bæjarráð er jákvætt fyrir því að veita Slökkviliði Fjallabyggðar heimild fyrir notkun hússins en óskar eftir greinargerð frá slökkviliðsstjóra um ástand húsnæðisins og mögulega viðhaldsþörf. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 6.5 2410106 Endurreisn kræklingaræktar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 849. fundur - 25. október 2024. Bæjarráð tekur vel í aðild að minnisblaði og felur bæjarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

7.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 30. fundur - 9. október 2024.

Málsnúmer 2410003FVakta málsnúmer

Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélag er í tveimur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

8.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 16. október 2024.

Málsnúmer 2410006FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í fjórum liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

9.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16. október 2024.

Málsnúmer 2410005FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 22 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 6, 7, 8, 9, 10, 13, 14, 15, 17, 18 og 21 .
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti breytingar innanhúss í íbúðarhúsnæðinu að uppfylltum skilyrðum byggingarfulltrúa eftir yfirferð hönnunargagna. Varðandi breytta notkun bílgeymslu skal fara fram grenndarkynning þar sem eiganda aðliggjandi bílskúrs er kynnt fyrirhuguð breyting á útliti og notkun bílgeymslunnar.

    Byggingarfulltrúa er falið að gefa út byggingarheimild að þessum skilyrðum uppfylltum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Nefndin samþykkir stækkun lóðarinnar um 5 m. til vesturs með tilliti til núgildandi deiliskipulags og nærliggjandi umhverfis. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Nefndin samþykkir framlagða breytingu. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Þar sem málið á sér mjög langan aðdraganda fagnar nefndin að loks liggi fyrir tillögur Vegagerðarinnar sem er nokkuð nálægt óskum bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir framlagðar tillögur og leggur áherslu á að breytingarnar komi til framkvæmda hið fyrsta af hlutaðkomandi aðilum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Nefndin skorar á þá sem málið varðar að farga því sem þeim tilheyrir hið fyrsta. Tæknideild er falið að gera viðeigandi ráðstafanir með það járnarusl og annað sem getur valdið mengun og óþrifnaði á opnum svæðum á forræði Fjallabyggðar í samræmi við kortlagningu HNV. Tæknideild er einnig falið að vinna að útfærslu á hreinsunarátaki fyrir fjárhagsáætlun 2025. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Nefndin fagnar því að hafin sé undirbúningur fyrirhugaðra Fljótaganga og gerir ekki athugasemdir við þær byrjunarathuganir sem kynntar eru. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315 Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 111

Málsnúmer 2410007FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í þremur liðum.
Til afgreiðslu er liður 1.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 111 Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir drög að auglýsingu. Óskað er eftir tilnefningum um Bæjarlistamann 2025. Frestur er til og með 14. nóvember nk. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar með 7 atkvæðum.

11.Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 2410085Vakta málsnúmer

Fundargerð 42. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga í 8 liðum.
Enginn tók til máls.

Fundargerð 43. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga er í 6 liðum.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2024

Málsnúmer 2401007Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 65. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Fundargerðin er í 11 liðum.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

13.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Fundargerð 15. fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026 frá 20. september sl. lögð fram. Fundargerðin er í 14 liðum.
Vakin er sérstök athygli á 13. lið þar sem nefndin hefur rætt möguleika á stofnun sameiginlegrar skipulagsskrifstofu sveitarfélaga við Eyjafjörð. Yrði hún mönnuð skiplagsfulltrúum allra sveitarfélaga og rekin sem sjálfstæð eining sérfræðinga sem ynni að skipulagsverkefnum sem þeir síðan legðu fyrir skipulagsnefndir/sveitarstjórnir hvers sveitarfélags. Slík skrifstofa gæti jöfnum höndum unnið að þróun aðalskipulaga sem svæðisskipulags, ásamt yfirferð og afgreiðslu annarra skipulagsverkefna svo sem skipulagsfulltrúar sinna í dag.

Í 14. lið fundargerðarinnar er ítrekuð ósk um að sveitarfélög svari erindi um endurskoðun á Fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

14.Fundargerð almannavarnanefndar 2024.

Málsnúmer 2410093Vakta málsnúmer

Fundargerð haustfundar Almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá 16. október sl er lögð fram. Fundargerðin er í 8 liðum.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

15.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar vegna nýs verslunarkjarna

Málsnúmer 2405039Vakta málsnúmer

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar unnin af T.ark arkitektum, dags. 16.10.2024. Markmið breytingartillögunnar er að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt á opnum íbúafundi áður en hún verður auglýst með formlegum hætti skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
Bæjarstjórn leggur til að haldinn verður almennur íbúafundur miðvikudaginn 6. nóvember 2024.

16.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar - kirkjugarður við Brimnes

Málsnúmer 2408022Vakta málsnúmer

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem kynnt var skv. 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Einnig lagður fram breytingaruppdráttur sem unninn var til hliðsjónar af framlögðum umsögnum og sýnir fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Fjallabyggðar við Brimnes í Ólafsfirði. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði kynnt á íbúafundi skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

17.Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem kynnt var skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi nýs kirkjugarðs við Brimnes, sem unninn var með hliðsjón af framlögðum umsögnum. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt á íbúafundi í samræmi við 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu á breytingu aðalskipulags fyrir kirkjugarðinn.
Helgi Jóhannsson og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að tímasetja íbúafund í samráði við Kanon arkitekta, þar sem tillagan verður kynnt.

18.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Flæðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2403071Vakta málsnúmer

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 á Flæðum í Ólafsfirði sem auglýst var samhliða breytingum á deiliskipulagi Flæða, með athugasemdafresti frá 19. ágúst 2024 til 4. október 2024. Umsagnir bárust frá 2 aðilum; Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun og gera þeir ekki athugasemdir við tillöguna. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 32.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

19.Breyting á deiliskipulagi Flæða

Málsnúmer 2401030Vakta málsnúmer

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breyting á deiliskipulagi Flæða í Ólafsfirði sem auglýst var með athugasemdafresti frá 19. ágúst 2024 til 4. október 2024 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands sem gerði ekki athugasemdir við breytinguna. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

20.Skipagata 1-3 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2410053Vakta málsnúmer

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt fram erindi Primex ehf. dagsett 4. október 2024 þar sem óskað er eftir lóðunum Skipagötu 1-3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar frá 2013. Fyrirtækið hefur hug á stækkun núverandi verksmiðju um 2/3 sem næst Óskarsgötu 7 og þarf nýja lóðin að vera að lágmarki 2.000 fm. að stærð. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð leysi til sín þá hluta lóðanna Verksmiðjureitar 1 og Verksmiðjureitar 46 SR sem falla innan lóðarinnar Skipagötu 3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar.
S. Guðrún Hauksdóttir og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

21.Leyfi fyrir breytingu á húsnæði við Vetrarbraut 8-10 Siglufirði

Málsnúmer 2409020Vakta málsnúmer

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lagt fram að nýju erindi Elínar Þorsteinsdóttur f.h. Sunnu ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til breytinga á húsnæði fyrirtækisins við Vetrarbraut 8-10. Breytingarnar fela í sér stækkun til austurs og vesturs þar sem meðal annars er gert ráð fyrir baðstofu á þakhæð hússins. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20.9.2024. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin samþykkti að unnin yrði breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar skv. minnisblaði skipulagsfulltrúa og heimilar lóðarhafa að láta vinna deiliskipulagsbreytingu sem samræmist þeim hugmyndum sem hér koma fram. Fyrirhuguð stækkun húsnæðis kallar á stækkun byggingarreits og nýtingarhlutfalls lóðar. Breytingin yrði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

22.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403045Vakta málsnúmer

Á 833. fundi bæjarráðs var tekið fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað var eftir viðauka vegna aukinna fjárfestinga. Bæjarráð samþykkti að láta útbúa viðauka við fjárfestingahluta fjárhagsáætlunar 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000 sem fjármagnað yrði með handbæru fé. Afgreiðsla bæjarráðs var staðfest á 245. fundi bæjarstjórnar.
Á 846. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar ásamt útfærðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 198.450.000,- sem fjármagnaður er með handbæru fé. Áætlaðar fjárfestingarhreyfingar hækka úr kr. 228.450.000 í kr. 577.500.000. Viðaukinn var samþykktur í bæjarráði.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024 með 7 greiddum atkvæðum.

23.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Lagðar fram eftirfarandi breytingar á varamönnum undirkjörstjórnar á Siglufirði:
Í stað Sigurbjargar Gunnólfsdóttur kemur Katrín Drífa Sigurðardóttir
í stað Þórhalls Ásmundssonar kemur Sóley Anna Pálsdóttir.

Lagðar fram eftirfarandi breytingar á fulltrúum HSN í stýrihóp um heilsueflandi samfélag:
Aðalfulltrúi verður Dagný Sif Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur í stað Guðrúnar Helgu Kjartansdóttur.
Varafulltrúi verður Harpa Hlín Jónsdóttir sjúkraliði í stað Dagnýjar Sifjar Stefánsdóttur.

Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

24.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarstjórnar fygldu drög að endurskoðaðri samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

25.Tónlistarskólinn á Tröllaskaga - Gjaldskrá 2025

Málsnúmer 2410059Vakta málsnúmer

Á 43. fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, haldinn 3. október 2024, vísaði nefndin tillögu að gjaldskrá skólans 2025 til bæjarráðs Fjallabyggðar og byggðarráðs Dalvíkurbyggðar.
Gjaldskráin var lögð fram á 847. fundi bæjarráðs sem samþykkti fyrir sitt leyti tillögur skólanefndarinnar að gjaldskrá fyrir 2025.
S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga að gjaldskrá skólans 2025 með 7 atkvæðum.

26.Áskorun Selvíkur ehf. vegna fimm liða samkomulags

Málsnúmer 2405071Vakta málsnúmer

Á 847. fundi bæjarráðs fylgdi svar Birgis T. Péturssonar, f.h. Selvíkur ehf. í tengslum við svarbréf Fjallabyggðar við áskorun Selvíkur á hendur sveitarfélaginu um efndir skv. fimm liða samkomulagi.
Bæjarráð þakkaði lögmanni Selvíkur ehf. fyrir bréfið. Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir áliti lögmanns bæjarins um efnisatriði bréfsins en vísaði málinu að öðru leyti málinu til bæjarstjórnar.
S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fela lögmanni bæjarfélagsins að svara lögmanni Selvíkur ehf. í samræmi við fyrirliggjandi drög að svarbréfi.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:07.