Bæjarráð Fjallabyggðar - 846. fundur - 7. október 2024.

Málsnúmer 2410001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Fundargerð bæjarráðs er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 3 og 8.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
  • .3 2410002 Samningur Fjallabyggðar við Leyningsás 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 846. fundur - 7. október 2024. Bæjarráð ítrekar að hér er um bráðabirgðasamning sem byggir á núverandi skuldbindingum sveitarfélagsins gagnvart Leyningsási. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Málinu að öðru leyti vísað til verkefnahópsins um Skíðasvæðið í Skarðsdal.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • .8 2204089 Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 846. fundur - 7. október 2024. Bæjarráð þakkar Hestamannafélaginu fyrir sína afgreiðslu. Bæjarstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.