1 - Siglunes

Vegalengd: 15-16 km
Leið: Ráeyri - Staðarhóll-Kálfsdalur - Kálfsskarð - Nesdalur - Siglunes - Nestá
Hækkun: 450 m
Göngutími: 6-8 klst.
GPS: siglunes.gpx

Haldið er af stað frá flugvellinum á Ráeyri og gengið um rústir síldarverksmiðju Evangers sem eyðilagðist í snjóflóði úr Skollaskál 1919. Þaðan er gengið yfir Staðarhól litlu norðar og sjást þar tóftir samnefnds bæjar. Um Staðarhólsströndina er heppilegt að fylgja fjárgötum í hlíðarrótum. Upp af Selvíkurvita taka við Kambalágar og þar ofar opnast Kálfsskarð í suðaustri. Í suðvestri blasir við bakhliðin á tveimur af einkennisfjöllum Siglufjarðar, Hestskarðshnjúki og Staðarhólshnjúki en utar og minni er Hinrikshnjúkur. Af skarðinu er greið leið niður í fremstu drög Nesdals. Nú tekur við langur gangur niður að sjó þar sem Reyará liðast í ótal bugðum og fylgir Hestfjall okkur alla leið á hægri hönd. Í utanverðum Nesdal er þungvæð gróðurþemba.

Austan við Reyðará stendur samnefnt býli og þaðan er gengið eftir ruddum akvegi vestur á Siglunes. Nesnúpur gnæfir yfir Siglunesvita og þar litlu norðar á sélttum melum stóðu herbúðir Breta og Bandaríkjamanna í seinni heimstyrkjöldinni. Nú tekur sjálft Siglunes við og liggur vegurinn hjá rústum samnefnds höfuðbóls sem sótð þar frá landnámi Þormóðs ramma og fram yfir miðja 20. öld. Ferðalangar eru hvattir til að ljúka göngu sinni frammi á Nestá þar sem tóftir fornra verbúa eru enn sýnilegar. Þar vestur af eru miklar grynningar sem nefnast Hellan og til norðurs eru Svarthöfðasteinar og Slysfarir næst landi að sunnan. Gengin er sama leið til baka.

Distance: 15 -16 kilometres
Route: Ráeyri – Staðarhóll – Kálfsdalur - Kálfsskarð - Nesdalur - Siglunes - Nestá.
Maximum elevation: 450 metres.
Hiking time: 6-8 hours.
GPS: siglunes.gpx

We set off from the Ráeyri airfield and and walk among the ruins of Evanger's herring plant that was destroyed in a snow avalanche in 1919. From there we walk past the Selvíkurviti lighthouse up the Kálfsdalur valley with its small lake. We continue our hike into the valley cornerwise into the Kálfsskarð pass to the south-east. From the pass the path is easy down towards the opening of the Nesdalur valley. At this point we have a long hike ahead of us down to the ocean with the Reyðará river winding its way in a myriad of bends to our right. The outer part of Nesdalur valley is covered with vegetation.

East of Reyðará river there is a farm with the same name and from there we walk in a westerly direction along a road cleared through the land to Siglunes point. Nesnúpur peak rises above the Siglunesviti lighthouse and a little bit further to the north on a level gravel area the British and the American military forces had their camp during the second world war. The same route is taken when you return.