Skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð
Frá og með 23. ágúst tekur við vetraráætlun skóla- og frístundaaksturs í Fjallabyggð. Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.
Gildistími: 23. ágúst 2024. Einungis er keyrt á virkum dögum.
Tímatafla í pdf til útprentunar
Almenningssamgöngur í Fjallabyggð
STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30. Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30. Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.