Skóla- og frístundaakstur

Skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð

Frá og með 23. ágúst tekur við vetraráætlun skóla- og frístundaaksturs í Fjallabyggð.  Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

Tímatafla í pdf til útprentunar 

Reiknað er með að nemendur fari heim með skólarútu. Ef annar háttur er hafður á eru
nemendur á ábyrgð forráðamanna. Ætlast er til að forráðamenn yngri nemenda láti ritara vita fari þeir ekki með skólarútu.

Bílstjóri skólarútu er Baldur Jörgen Daníelsson.

Fyrirtækið Suðurleiðir er þjónustuaðili. Aksturstafla er unnin í samvinnu við Menntaskólann á Tröllaskaga og félagsmiðstöðina Neon.

Almennir farþegar eru velkomnir í skólarútu ef sæti eru laus en nemendur grunnskóla, menntaskóla og starfsfólk sveitarfélagsins ganga fyrir sætum, í þessari röð.

 

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.

Fréttir

Fréttatilkynning uppfærð frétt - Lokanir í Strákagöngum framlengjast til þriðjudagsmorguns 21. janúar 2025

Fréttatilkynning - Strákagöng lokuð tímabundið vegna vinnu. Þær lokanir sem verið hafa í gildi í Strákagöngum framlengjast til þriðjudagsmorguns 21. janúar 2025.
Lesa meira

Skólaakstur í jólaleyfi Grunnskóla Fjallabyggðar

Akstur skólabíls breytist nú þegar jólafrí grunnskólans hefst 20. desember. Akssturstafla gildir til og með 2. janúar 2025.  Eknar verða þrjár ferðir á dag, virka daga í jólafríinu.
Lesa meira

Breytt aksturstafla í haustfríi grunnskólans 2024

Vegna haustfrís dagana 21. og 22. október í Grunnskóla Fjallabyggðar breytist aksturstafla skólarútunnar og verður sem hér segir [meira...]
Lesa meira

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kom til Siglufjarðar í dag

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra kom til Siglufjarðar í dag þar sem hann kynnti sér aðstæður og skoðaði afleiðingar hamfararúrkomu á Tröllaskaga síðast liðinn föstudag og laugardag, en óvissustigi almannavarna var lýst yfir á svæðinu og Siglufjarðarvegur var lokaður í marga daga vegna atburðarins.
Lesa meira

Breytt áætlun skólabíls föstudaginn 30. ágúst

Föstudaginn 30. ágúst verður áætlun skólabíls með breyttu sniði þar sem engin kennsla er í Grunnskóla Fjallabyggðar og MTR vegna skipulagsdags.
Lesa meira