Skóla- og frístundaakstur

Frístundaakstur í Fjallabyggð

Frá og með 10. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Athugið að rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.

Gildistími: 24. júní 2024. Einungis er keyrt á virkum dögum.

Tímatafla til útprentunar 

 

Almenningssamgöngur í Fjallabyggð

STRÆTÓ ehf ekur milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætó annast strætisvagnaþjónustu á landsbyggðinni og er með fastar ferðir milli Fjallabyggðar og Akureyrar. Strætóferðir á virkum dögum frá Siglufirði eru kl. 06:40, 09:30 og 15:00 og stoppar vagninn við Múlaveg í Ólafsfirði kl. 06:56, 09:46 og 15:16. Um helgar er eingöngu ekið á sunnudögum og er þá farið frá Siglufirði kl. 10:30.  Bíllinn er þá í Ólafsfirði kl. 10:46. Sama tímasetning er á helgidögum. Aksturstími til Akureyrar er um 1 klst. og 10 mín. Á virkum dögum fer Strætó frá Menningarhúsinu Hofi kl. 08:15, 13:15 og 16:30.  Á sunnu- og helgidögum kl. 15:40.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó.

Fréttir

Vinnuskólinn kominn á fullt skrið

Vinnuskóli Fjallabyggðar er hafinn þetta sumarið og í ár eru um 40 ungmenni á aldrinum 14. - 16 ára skráðir til leiks. Helstu verkefni Vinnuskólans eru eins og áður að halda bæjarkjörnum og opnum svæðum hreinum þannig að íbúar og gestir geti notið sumar.
Lesa meira

Frístundaakstur sumarið 2024

Frá og með 10. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Lesa meira

Einstefna afnumin tímabundð - Lækjargata Siglufirði opin í báðar áttir

Einstefna afnumin tímabundið um Lækjargötu Siglufirði. Meðan framkvæmdir standa yfir við Aðalgötu á Siglufirði verður bílaumferð heimiluð í báðar áttir um Lækjargötu milli Aðalgötu og Eyrargötu.   Gildir þessi ráðstöfun tímabundið og hafa lögrelguyfirvöld verið látið vita. 
Lesa meira

Öryggi barna í bíl

Öryggi barna í bílum er efni okkar allra og alltaf gott að upplýsa sig vel og fara yfir reglulega.
Lesa meira

Jarðgöng – og hvað svo?

Jarðgöng – og hvað svo? Morgunfundur Vegagerðarinnar um rekstur og viðhald í jarðgöngum
Lesa meira