Leikskóli Fjallabyggðar

Leikskóli Fjallabyggðar

Leikskólinn er fyrsta skólastigið (stig skólakerfisins) og upphaf skólagöngu barna (formlegrar menntunar einstaklinga.)

Leikskólar starfa samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009 og aðalnámskrá leikskóla útgefinni af mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2011.

Leikskóli Fjallabyggðar er opinn frá kl 7:45 - 16:15 alla virka daga.

Vefsíða leikskólanna

Leikskólar í Fjallabyggð eru tveir:

Leikskólinn Leikskálar

Leikskólinn Leikskálar var tekinn í notkun haustið 1993. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikhólum á Ólafsfirði frá árinu 2010. Í leikskólanum eru 81 barn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru fimm, Nautaskál, Hvanneyrarskál, Skollaskál, Selskál og Núpaskál

Leikskálar eru til húsa að:

Brekkugötu 2, Siglufirði
Sími 464-9145

 

Leikskólinn Leikhólar

Leikskólinn Leikhólar var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Í leikskólanum eru 44 börn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru þrjár, Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll.

Leikhólar eru til húsa að:

Ólafsvegi 25, Ólafsfirði
Sími 464-9240

 

Umsóknir um leikskólavist

Sótt er um skólavist á vef Leikskóla Fjallabyggðar

Leikskólinn Leikhólar í Ólafsfirði var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Á Leikhólum eru u.þ.b. 40 börn á aldrinum 1-5 ára hverju sinni og á Leikskálum eru 65-75 nemendur.

Nánari upplýsingar um Leikskóla Fjallabyggðar er að finna í foreldrahandbók skólans og í skólanámskrá.

Foreldrahandbók

Leikskólagjöld

Gjaldskrá Leikskóla Fjallabyggðar

 

Eftirfarandi afslættir eru veittir af leikskólagjöldum. Ekki er veittur afsláttur af fæðisgjaldi:

  • Systkinaafsláttur er veittur vegna barna á forræði forráðamanns/manna sem hér segir, að því tilskildu að þau eigi sameiginlegt lögheimili í Fjallabyggð:
  • 50% afsláttur vegna 2. barns
  • 75%afsláttur vegna 3. barns
  • 100% afsláttur vegna 4. barns og þar umfram.
  • Systkinaafsláttur leikskóla og lengdrar viðveru í grunnskóla eru tengdir saman. Yngsta barn greiðir alltaf fullt gjald og afsláttur er mestur á elsta barni.
  • Einstæðir foreldrar fá 30% afslátt af leikskólagjaldi fyrsta barns.
  • Foreldrar með metna 75% örorku fá 30% afslátt af leikskólagjöldi fyrsta barns. Framvísa þarf útgefnum örorkuskírteinum frá Tryggingarstofnun ríkisins.
  • Lækkun á gjaldi kemur til framkvæmdar 1. dag næsta mánaðar eftir fravísun vottorðs eða viðeigandi gagna. Afsláttur fellur niður án fyrirvara uppfylli foreldrar ekki skilyrði afsláttar. Afslættir eru aldrei veittir aftur í tímann. Sjá nánar í reglum um umsóknir og innritun í Leikskóla Fjallabyggðar.

Leikskólagjöld og fæðisgjald skulu felld niður ef börn eru fjarverandi í 1 mánuð eða lengur vegna veikinda barns, að því tilskildu að veikindavottorð liggi fyrir. Að sama skapi er heimilt, að höfðu samráði við félagsþjónustu Fjallabyggðar, að fella niður leikskólagjöld ef félagslegar aðstæður valda langvinnum fjarvistum.

* Útfærsla skv. einingarverði vistunargjalds 4.222,66 pr/klst.

Gjaldskrá þessi öðlast þegar gildi með staðfestingu bæjarstjórnar Fjallabyggðar og samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 12. desember 2024 og tekur gildi 1. janúar 2025.

 

Gjaldskrá Leikskóla Fjallabyggðar

Allar nánari upplýsingar um skráningar- og innritunarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar má finna hér.

Tengiliðir

Kristín M H Karlsdóttir

Leikskólastjóri

Björk Óladóttir

Aðstoðarleikskólastjóri

Vibekka Arnardóttir

Aðstoðarleikskólastjóri

Guðný Huld Árnadóttir

Aðstoðarleikskólastjóri