Umsóknir um leikskólavist
Sótt er um skólavist á vef Leikskóla Fjallabyggðar
Leikskólinn Leikhólar í Ólafsfirði var stofnaður 1982. Nú er hann hluti af Leikskóla Fjallabyggðar ásamt Leikskálum á Siglufirði. Á Leikhólum eru u.þ.b. 40 börn á aldrinum 1-5 ára hverju sinni og á Leikskálum eru 65-75 nemendur.
Nánari upplýsingar um Leikskóla Fjallabyggðar er að finna í foreldrahandbók skólans og í skólanámskrá.
Foreldrahandbók
Leikskólagjöld
Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Veittur er systkinaafsláttur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla. Til að njóta systkinaafsláttar þurfa börn innan sömu fjölskyldu að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börn.
Systkinaafsláttur er veittur vegna barna á forræði forráðamanns/manna sem hér segir, að því tilskildu að þau eigi sameiginlegt lögheimili í Fjallabyggð:
- 50% afsláttur vegna 2. barns
- 75%afsláttur vegna 3. barns
- 100% afsláttur vegna 4. barns og þar umfram.
Einstæðir foreldrar fá 30% afslátt af leikskólagjaldi fyrsta barns.
Gjaldskrá Leikskóla Fjallabyggðar
Allar nánari upplýsingar um skráningar- og innritunarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar má finna hér.