Grunnskóli Fjallabyggðar

Grunnskóli Fjallabyggðar er ætlaður öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í Fjallabyggð.

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla, nú frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja.

Grunnskóli Fjallabyggðar tók til starfa 1. ágúst 2010 og leysti af hólmi Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar.

 
Við skólann eru tvær starfsstöðvar:

Á Siglufirði er 1. - 5. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100. Deildarstjóri á starfsstöð við Norðurgötu á Siglufirði er Sigríður Karlsdóttir.
Í Ólafsfirði er 6. - 10. bekkur og þar er nemendafjöldi u.þ.b. 100. Deildarstjóri á starfsstöð við Tjarnarstíg á Ólafsfirði er Gyða Þóra Stefánsdóttir sem er einnig staðgengill skólastjóra.

Sími skólahússins á Siglufirði er 464 9150 og í Ólafsfirði 464 9220

Skólastýra er Ása Björk Stefánsdóttir.


Tengiliðir

Ása Björk Stefánsdóttir

Skólastýra

Hólmfríður Ósk Norðfjörð Rafnsdóttir

Skólaritari