Skráðir hundar Umsókn um hundahald Samþykkt um hundahald Gjaldskrá
Hundahald í Fjallabyggð er háð leyfi bæjarstjórnar og bundið þeim skilyrðum sem tilgreind eru í samþykkt um hundahald frá júlí 2012. Hundaeigendum ber að sækja um leyfi til dýrahalds á skrifstofu Fjallabyggðar fyrir alla hunda sem halda á í Fjallabyggð á þar til gerðu eyðublaði.
Haldið er utan um skráningu dýranna af starfsmönnum Fjallabyggðar.
Vakin er athygli á því að brot gegn samþykktum þessum varða sektum rúmist þau jafnframt innan refsiákvæða hlutaðeigandi laga, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Skulu þau brot sæta þeirri málsmeðferð sem boðin er í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
Skráðir kettir Samþykkt um kattahald Umsókn um leyfi til kattahalds Gjaldskrá
Kattahald í Fjallabyggð er háð leyfi bæjarstjórnar og bundið þeim skilyrðum sem tilgreind eru í samþykktum um kattahald frá júlí 2012. Kattaeigendum ber að sækja um leyfi til dýrahalds á skrifstofu Fjallabyggðar fyrir alla ketti sem halda á í Fjallabyggð á þar til gerðu eyðublaði.
Haldið er utan um skráningu dýranna af starfsmönnum Fjallabyggðar.
Vakin er athygli á því að brot gegn samþykktum þessum varða sektum rúmist þau jafnframt innan refsiákvæða hlutaðeigandi laga, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Skulu þau brot sæta þeirri málsmeðferð sem boðin er í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála.