Tómstunda- og íþróttastarf eldri borgara

Vetrardagskrá tómstunda- og íþróttastarfs eldri borgara

Tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara fer fram á virkum dögum frá kl. 9:00-15:30.

Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, tómstundaiðju, samveru, holla næringu og fjölbreytta hreyfingu með það að markmið að viðhalda eða efla almenna heilsu og félagslega virkni. 

Á Siglufirði fer starfið fram í Skálarhlíð og í íþróttamiðstöð þar sem boðið er upp á lokaða tíma í rækt, boccia og vatnsleikfimi.

Í Ólafsfirði verður starfsemi í Hornbrekku og er dagskrá í boði fimm virka daga.

Eftir sem áður verður íþróttastarf; lokaðir tímar í rækt, stólaleikfimi, boccia, ganga og vatnsleikfimi í íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði.

 Akstursþjónuta er í boði samkvæmt mati félagsþjónustu.

Starfsmenn í tómstunda- og íþróttastarfi eru starfsmenn félagsþjónustu Fjallabyggðar og Hornbrekku:

Helga Hermannsdóttir forstöðumaður félagsstarfs, Skálarhlíð
Berglind Gylfadóttir starfsmaður félagsstarfs, Skálarhlíð
Ásdís E. Baldvinsdóttir starfsmaður félagsstarfs, Skálarhlíð
María B Leifsdóttir íþróttafræðingur
Sylvía Halldórsdóttir iðjuþjálfi, Hornbrekku
Gerður Ellertsdóttir félagsliði, Hornbrekku

Skálarhlíð – Vetrardagskrá. Gildir frá 9. september 2024   

Nánari upplýsingar hjá Helgu Hermannsdóttur forstöðumanni félagsstarfs í síma 898-1147

Ath. greitt er fyrir bingóspjald, morgunmat, hádegismat og kaffi samkvæmt gjaldskrá félagsþjónustu Fjallabyggðar.

 Mánudagur

9:00 Morgunmatur
10:00-11:00 Boccia (íþróttamiðstöð). Helga Hermanns og Berglind Gylfadóttir
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-15:30 Félagsvist. Helga Hermannsdóttir
14:30 Kaffi

Þriðjudagur

9:00 Morgunmatur
10:00-11:00 Tækjasalur (íþróttamiðstöð, lokaður tími) María B. Leifsdóttir
10:30 Leikfimi (salur Skálarhlíð) Helga Hermannsdóttir
11:00 Vax og heitir leirbakstrar. Helga Hermannsdóttir og Berglind Gylfadóttir
11:00-12:00 Vatnsleikfimi (íþróttamiðstöð, lokaður tími) María B. Leifsdóttir
12:00-13:00 Hádegismatur

13:00-15:30 Handavinna (handavinnustofa) / Samvera salur
14:30 Kaffi

Miðvikudagur

9:00 Morgunmatur
10:30 Myndasýning. Starfsmenn Síldarminjasafns
12:00-13:00 Hádegismatur
13:30 – 14:30 Bingó. Helga Hermannsdóttir og Berglind Gylfadóttir (spjaldið kostar 300 kr.)
14:30 Kaffi 

Fimmtudagur

9:00 Morgunmatur
10:00-11:00 Tækjasalur (íþróttamiðstöð, lokaður tími) María B. Leifsdóttir
10:30 Leikfimi (salur Skálarhlíð) Helga Hermannsdóttir
11:00 Vax og heitir leirbakstrar. Helga Hermannsdóttir og Berglind Gylfadóttir
11:00-12:00 Vatnsleikfimi (íþróttamiðstöð, lokaður tími) María B. Leifsdóttir
12:00-13:00 Hádegismatur

13:00-15:30 Handavinna (handavinnustofa) Samvera salur
14:30 Kaffi

Föstudagur

9:00 Morgunmatur
10:00-11:00 Boccia (íþróttamiðstöð) Helga Hermannsdóttir og Berglind Gylfadóttir
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-14:30 Bæjarferð
13:30-17:00 Síldarkaffi samverustund Salthús
14:30 Kaffi

Hornbrekka – Vetrardagskrá.  Gildir frá 9. september 2024

Nánari upplýsingar hjá Sylvíu Halldórsdóttur í síma 773-6998 og hjá

Gerði Ellertsdóttur í síma 864-4887

Ath. greitt er fyrir bingóspjald, morgunmat, hádegismat og kaffi samkvæmt gjaldskrá félagsþjónustu Fjallabyggðar.

Mánudagur

9:00 Morgunmatur
9:45-10:15  Stólaleikfimi. Sylvía Halldórsdóttir
11:00-12:00 Vatnsleikfimi (íþróttamiðstöð, lokaður tími). María B. Leifsdóttir
11:00-12:00 Lestur. Sylvía Halldórsdóttirir
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-15:00 spil.  Sylvía Halldórsdóttir
15:00 Kaffi

Þriðjudagur

08:30-09:30 Tækjasalur (íþróttamiðstöð, lokaður tími). María B. Leifsdóttir
9:00 Morgunmatur
9:45-10:15 Stólaleikfimi. Sylvía Halldórsdóttir
10:00-11:00 Stólajóga (íþróttamiðstöð, lokaður tími) Gerður Ellertsdóttir
11:00-11:50 Boccia/krulla/ganga/snag (golf) (íþróttamiðstöð, lokaður tími). Gerður
11:00-12:00 Lestur. Sylvía Halldórsdóttir
12:00-12:45 Hádegismatur
13:00-15:00 Handavinna og vax (handavinnustofa). Gerður Ellertsdóttir
15:00 Kaffi

 Miðvikudagur

9:00 morgunmatur
9:45-10:15 Stólaleikfimi. Sylvía Halldórsdóttir
11:00-12:00 Vatnsleikfimi (íþróttamiðstöð, lokaður tími). María B. Leifsdóttir
12:00-13:00 Hádegismatur
14:00-15:00 Boccia (matsalur 2. hæð). Sylvía Halldórsdóttir
15:00 Kaffi

Fimmtudagur

08:30-09:30 Tækjasalur (íþróttamiðstöð, lokaður tími). María B. Leifsdóttir
9:00 Morgunmatur
9:45-10:15 Stólaleikfimi. Sylvía Halldórsdóttir
10:00-11:00 Stólajóga (íþróttamiðstöð, lokaður tími) Gerður Ellertsdóttir
11:00-11:50 Boccia/krulla/ganga/snag (golf) (íþróttamiðstöð, lokaður tími). Gerður
11:00-12:00 Lestur. Sylvía Halldórsdóttir
12:00-12:45 Hádegismatur
13:00-15:00 Handavinna, vax og lestur. Gerður Ellertsdóttir og María B. Leifsdóttir
15:00 Kaffi

Föstudagur

9:00 Morgunmatur
9:45-10:15 Stólaleikfimi. Sylvía Halldórsdóttir
10:00 – 11/12 Breytileg dagskrá. Gerður Ellertsdóttir og Sylvía Halldórsdóttir
11:00-12:00 Lestur og föstudagssprell. Gerður Ellertsdóttir og Sylvía Halldórsdóttir
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-15:00 Bingó Gerður Ellertsdóttir og Sylvía Halldórsdóttir (spjaldið kostar 300 kr.).
15:00 Kaffi

Dagdvöl aldraðra

Dagdvöl aldraðra er starfrækt í Skálarhlíð á Siglufirði og á Hornbrekku á Ólafsfirði.

Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl aldraðra er veitt hjúkrunarþjónusta og aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu. Boðið er upp á flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklingsins, þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.

Í tengslum við dagdvöl er einnig starfrækt félagsstarf fyrir aldraða þar sem boðið er upp á félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju og skemmtun.

Greitt er fyrir þjónustu samkvæmt gjaldskrá.

Nánari upplýsingar veita:
Helga Hermannsdóttir, Skálarhlíð, í síma 467-1147 og 898-1147
Birna Sigurveig Björnsdóttir, Hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku, í síma 466-4060 og 663-5299

Hátindur 60+

Á heimasíðu Hátinds 60+ er einnig að finna upplýsingar um afþreyingu og félagsstarf 60 ára og eldri.  Verið velkomin að kíkja við þar með því að klikka á myndina hér fyrir neðan.

Fréttir

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara Fjallabyggðar haustið 2024

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani mánudaginn 9. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira

Samverustund heldri borgara á Síldarkaffi alla föstudaga til jóla

Síldarkaffi býður heldri borgurum í Fjallabyggð til samverustunda í Salthúsinu alla föstudaga kl. 13:30.
Lesa meira

Hátindur 60+ hlýtur styrk úr Fléttunni í ár

Fyrirtækið Memaxi, Hátindur 60+ og HSN-Fjallabyggð sóttu um styrk fyrir verkefnið: Skjáheimsóknir í dreifbýli sem framtíðarlausn í öldrunarþjónustu og hlaut verkefnið 7.500.000 kr. stryk. 
Lesa meira

Velferðartæknimessa í Fjallabyggð 18. september 2024

Þann 18. september nk. munu Hátindur 60+ og Fjallabyggð bjóða sveitarfélögum, stofnunum og hverjum þeim sem hafa áhuga á velferðartæknilausnum að koma og kynnast lausnum sem styðja við sjálfstæða búsetu í heimahúsum. Einnig verða kynntar hugbúnaðarlausnir sem og lausnir sem nýtast stærri skipulagsheildum.Við hefjum dagskrá kl: 10:00 í Tjarnarborg Ólafsfirði með örkynningum frá sýningaraðilum en að þeim loknum er hægt að eiga nánara samtal.
Lesa meira

Fjölsótt Aðventustund félaga eldri borgara í Bátahúsinu

Félögum eldri borgara í Fjallabyggð var boðið til Aðventustundar í Bátahúsi Síldarminjasafnsins mánudaginn 11. desember sl.
Lesa meira