Vegalengd: 14-15 km
Leið: Burstabrekka-Burstabrekkudalur-Drangskarð-Hólsdalur-Karlsá á Upsaströnd.
Mesta hæð: 820m.
Göngutími: 6-7 klst.
Lagt er upp frá Burstabrekku þegar gengið er til Dalvíkur um Dranga. Bærinn Burstabrekka er um einn og hálfan km. sunnan Ólafsfjarðarkaupstaðar. Leið þessi er auðrötuð vegna þess að raflína var lögð um Dranga frá Dalvík og er næstum hægt að fylgja línunni alla leið.
Þegar gegnið er upp frá Burstabrekku er fylgt vegarslóða sem myndaðist þegar raflínan var lögð. Leiðin er létt, gengið er yfir gróið land og bratti lítill. Burstabrekkudalur er sem aðrir dalir hér um slóðir umlukinn háum fjöllum. Á hægri hönd er Hólkotshyrna, 895 m., ákaflega svipmikið fjall sem gnæfir yfir, séð frá Ólafsfjarðarkaupstað sem píramíti. Á vinstri hönd er mikill fjallgarður sem gengur frá Kerahnjúk að norðan inn að Dröngum að sunnan, óslitin fjallsegg sem nær hæst 1062 m. hæð.
Burstabrekkudalur er nokkuð gróinn upp í miðjan dal en þá tekur við gróðurlítið svæði enda liggur snjór oft yfir dalnum langt fram á sumar. Í miðjum dal er lítið stöðuvatn og er afrennsli þess Burstabrekkuá, allmikil á miðað við hve stutt hún er. Á vorin ber hún með sér mikið af malarbornu efni niður undir Ólafsfjarðarvatn, þar er það tekið og notað til ofaníburðar í vegi.
Dalurinn er sem áður er sagt umlukinn háum fjöllum og með þverhníptum klettabeltum og er sú hlið Hólkotshyrnu sem inn í dalinn snýr nær ókleif. Er upp í dalinn er komið blasir við skarðið sem nefnt er Drangaskarð. Gangan fram dalinn er auðveld, farið er enn eftir vegarslóða um melöldur. Brátt tekur við síðasti spölurinn upp í skarðið og er gengið á snjó. Brekkan er brött en auðveld uppgöngu og brátt er staðið í skarðinu. Útsýni er fallegt til Ólafsfjarðar og sést hluti fjarðarins í vaffinu sem dalurinn myndar.
Úr skarðinu sér niður í Karlsárdal og er nokkuð bratt niður úr skarðinu og ættu menn að fara þar með gát. Þá sér út á Eyjafjörð. Karlsárdalur er nokkuð langur, svo ætla má að ferðin í heild niður á þjóðveg taki um þrjár til fjórar stundir. Þessa leið er mjög gaman að fara á skíðum og tekur hún þá mun styttri tíma ef færi er gott. Þar sem snjóalög eru mikil í dalnum eru snjóflóð tíð og ber að varast að fara mikið um dalinn ef hætta er á snjóflóðum. Einnig er mjög varasamt að fara upp í Drangaskarð um hávetur, en þá er oft svo lágt undir háspennulínur að hætta stafar af. Á Burstabrekkudal eru lindir þær er sjá Ólafsfjarðarkaupstað fyrir köldu vatni.
Leiðin um Dranga var mjög fjölfarin áður fyrr; ekki er þó hægt að fara um skarðið á hestum sökum þess hve bratt er Dalvíkurmegin. Leiðin var mikið farin þegar sækja þurfti lækni eða lyf og var talin auðveld bæði að sumri og vetri. Nú er leiðin nokkuð farin af ferðafólki, bæði frá Dalvík og Ólafsfirði.
Distance: 14-15 km
Route: Burstabrekka-Burstabrekkudalur-Drangskarð-Hólsdalur-Karlsá á Upsaströnd.
Maximum elevation: 820m.
Hiking time: 6-7 hours.
The hike starts at Burstabrekka.The fram of Burstabrekka is about one and a half km. south of Ólaffjörður. This route is easily routed because an electric line was laid around Dranga from Dalvík and it is almost possible to follow the line all the way.
When going up from Burstabrekku, follow the road that was created when the power line was laid. The path is easy, you walk over green land and there is little steepness. Burstabrekkudalur, like other valleys around here, is surrounded by high mountains. On the right is Hólkotshyrna, 895 m., an extremely expressive mountain that towers over, seen from Ólaffjörðurkaupstað like a pyramid. On the left is a large mountain range that runs from Kerahnjúk in the north to Drangi in the south, an unbroken mountain ridge that reaches a height of 1062 m. height
Burstabrekkudalur is somewhat overgrown up to the middle of the valley, but then a sparsely vegetated area takes over, as snow often covers the valley well into the summer. In the middle of the valley there is a small lake and its drainage is Burstabrekkuá, quite a large river considering how short it is. In the spring, it carries a lot of gravel-borne material down to Ólaffjörður Lake, where it is taken and used as road fertilizer.
The valley, as mentioned before, is surrounded by high mountains and with jagged rock belts, and is the side of Hólkotshyrna that faces into the valley almost completely. When you are up in the valley, you will see the pass called Drangaskarð. The walk to the valley is easy, you still follow the road through the waves. Soon the last ledge up the pass takes over and we are walking on snow. The slope is steep but easy to climb and soon you are standing in the pass. The view is beautiful to Ólafsfjörður and you can see part of the fjord in the valley formed by the valley.
From the pass you can see down into Karlsárdal and it is quite steep down from the pass and people should be careful when going there. Then looks out on Eyjafjörður. Karlsárdalur is quite long, so the whole journey down to the main road can be expected to take about three to four hours. This route is very fun to ski and takes much less time if the conditions are good. Since there is a lot of snow in the valley, avalanches are frequent and you should be careful not to go around the valley a lot if there is a risk of avalanches. It is also very dangerous to go up to Drangaskarð in the dead of winter, but then it is often so low under the high voltage lines that there is danger. On Burstabrekkudal there are springs, see Ólaffjörðurkaupstaður for cold water.
The route through Dranga was very busy in the past; however, it is not possible to go around the pass on horses because of how steep the Dalvíkur side is. The path was well traveled when a doctor or medicine had to be fetched and was considered easy both in summer and winter. Now the route is quite used by tourists, both from Dalvík and Ólafsfjörður.