Hljómsveitin Ástarpungarnir hefur hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2026
Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 16. desember að útnefna Ástarpungana sem Bæjarlistamenn Fjallabyggðar 2026 og var sú útnefning staðfest á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 17. desember.