Menningarstyrkir

Ár hvert veitir Fjallabyggð menningarstyrki til hinna ýmsu verkefna samkvæmt tillögu markaðs- og menningarnefndar og samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarstjórnar til þessara verkefna.

Fjallabyggð auglýsir einu sinni á ári styrki til menningartengdra verkefna, reksturs safna, setra, hátíðarhalda og stærri viðburða og úthlutar þeim samkvæmt reglum þessum með hliðsjón af
menningarstefnu sveitarfélagsins. Framlag til úthlutunar er ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar ár hvert.

Umsóknir er hægt senda inn rafrænt í gegnum Rafræn Fjallabyggð. Nánari upplýsingar veiti Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi.

Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningartengdra verkefna, reksturs safna og setra, til hátíðarhalda og stærri viðburða