12 - Siglufjarðarskarð

Vegalengd: 11-12 km
Leið: Skógrækt - Skarðsdalur - Siglufjarðarskarð - Göngudalur - Eggjar - Hraun
Mesta hæð: 620 m
Göngutími 4 - 5 klst.
GPS: siglufjardarskard.gpx

Siglufjarðarskarð (630 m.) er gengið frá Siglufirði eða að vestan frá Heljartröð skammt norðan Hrauna í Fljótum. Um 15 km. leið eftir gömlum akvegi sem búast má við að sé snjóþungur fyrripart sumars. Skammt norðan skarðsins er Illviðrishnjúkur (895 m), annað hæsta fjall við Siglufjörð.

Í Skarðdal, Siglufjarðarmegin, er skíðasvæði Siglfirðinga og neðst í dalnum er nyrsti skógur á Íslandi, skógrækt Siglfirðinga, gróskumikill og fallegur, og mikið notaður til útivistar.

Árið 1946 var bílvegur lagður yfir Siglufjarðarskarð. Fram að því höfðu allir meiriháttar flutningar á fólki og varningi farið um sjóveg til og frá Siglufirði. Mikil samgöngubót var að Skarðsveginum þótt fær væri aðeins fáa máuði á ári. Óhöpp eða slys á hinum nýja vegi eru ekki í frásögur færandi. Reynt er að halda leiðinni opinni fyrir jeppa flest sumur.

 

Distance: 11 - 12 km
Route:  Skarðsdalur Siglufjarðarskarð – Göngudalur – Eggjar - Hraun.
Maximum elevation 620 m.
Hiking time in hours: 4-5 hours.
GPS: siglufjardarskard.gpx

Siglufjörður Pass (630 m.) can be reached from Siglufjörður or to the west from Heljartröð a short distance north of Hraun i Fljótum. About 15 km. way along an old road that can be expected to be snowy in the early part of the summer. A little to the north of the pass is Illviðrishnjúkur (895 m), the second highest mountain at Siglufjörður.

In Skarðdal, on the Siglufjörður side, is the Siglfirðinga ski area and at the bottom of the valley is the northernmost forest in Iceland, Siglfirðinga forestry, lush and beautiful, and widely used for outdoor recreation.

In 1946, a road was built over the Siglufjörður pass. Until then, all major transports of people and goods had gone by sea to and from Siglufjörður. The Skarðsveg was a major improvement in traffic, even though only a few miles per year could be used. Mishaps or accidents on the new road are unheard of. We try to keep the road open for jeeps most summers.