Fræðslu- frístunda- og menningarmál

Fræðslu- frístunda- og menningarmál Fjallabyggðar heyrir undir þrjár nefndir, þær eru fræðslu- og frístundanefnd, markaðs- og menningarnefnd og ungmennaráð.

Eftirtalin málefni heyra undir fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeild:

  • Fræðslumál (skólamál)
  • Menningarmál
  • Safnamál
  • Íþrótta- og tómstundamál
  • Íþróttamannvirki
  • Vinnuskóli
  • Ungmennamál
  • Frístundastarf og forvarnir
  • Atvinnumál
  • Kynningar- og markaðsmál
  • Tjaldsvæði

 

Verkefni fræðslu- og
frístundanefndar eru:

  • Skóla- og frístundamál
  • Rekstur skólastofnana
  • Endur- og símenntun
  • Íþrótta- og frístundamál
  • Rekstur íþróttamannvirkja
  • Félagsmiðstöðin Neon
  • Vinnuskóli
  • Forvarnir

Fundargerðir

Verkefni markaðs- og
menningarnefndar eru:

  • Menningarmál og menningar-
    tengdir viðburðir
  • Safnamál
  • Tjaldsvæði
  • Vinabæjartengsl
  • Markaðs- og kynningarmál
  • Bóka- og héraðsskjalasafn
  • Tjarnarborg

Fundargerðir

Verkefni ungmennaráðs eru:

  • Stefnumótun í málefnum ungs fólks
  • Gæta hagsmuna ungs fólks
  • Ráðgefandi um framtíðarsýn í
    rekstri félagsmiðstöðva
  • Efla tengsl nemenda

 

Fundargerðir

Starfsmenn

Ríkey Sigurbjörnsdóttir

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmáladeildar

Linda Lea Bogadóttir

Markaðs- og menningarfulltrúi

Salka Hlín Harðardóttir

Frístundafulltrúi

Fréttir

Eyrarrósin 2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2025 sem veitt verður í 19. sinn nú í vor. Eyrarrósin er veitt annað hvert ár. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, framleitt verður sérstakt myndband um verkefnið og því gefið kostur á að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2026. Viðburðurinn getur annað hvort farið fram í heimabyggð eða öðru byggðarlagi.
Lesa meira

Umsóknarfrestur: Lóa - nýsköpunarstyrkir

Umsóknarfrestur: Lóa - nýsköpunarstyrkir Umsóknarfrestur fyrir árið 2025 er til og með 30. mars 2025.
Lesa meira

Páskadagskrá Fjallabyggðar - Viðburðir yfir páska

Fjallabyggð mun gefa út páskadagskrána Páskafjör fyrir páska, líkt og síðustu ár, þar sem taldir verða til viðburðir, opnunartímar verslana, safna, setra, gallería og stofnana, afþreying og önnur þjónusta dagana 14. - 21 apríl nk.
Lesa meira

Menningarauðlind ferðaþjónustunnar - Ráðstefna - 14. maí 2025

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, Akureyri. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og hlaut verkefnið styrk úr Hvata, sjóði menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Einnig koma að ráðstefnunni fjöldi aðila úr menningargeiranum og ferðaþjónustunni.
Lesa meira

Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja 2025

Í dag 20 febrúar var bæjarlistamaður Fjallabyggðar formlega útnefndur en Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 21. nóvember 2024 að útnefna Kristínu R. Trampe Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2025. Er það í 16. sinn sem nefndin útnefnir bæjarlistamann Fjallabyggðar.
Lesa meira