Eftirtalin málefni heyra undir fjölskyldudeild:
- Félagsþjónusta
- Málefni innflytjenda
- Húsnæðismál, rekstur íbúðasjóðs
Mál sem tengjast félagsmáladeild hefur félagsmálanefnd með að gera samkvæmt erindisbréfum þar um.
Mín Fjallabyggð er íbúagátt þar sem bæjarbúar geta með rafrænum hætti sent inn formleg erindi, fylgst með framgangi sinna mála, komið ábendingum á framfæri og ýmislegt fleira.
Félagsþjónusta Fjallabyggðar hefur það að markmiði að "tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa á grundvelli samhjálpar". (Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, 1991 nr. 40). Við framkvæmd þjónustunnar er það haft að leiðarljósi að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrums Styrkja hann til sjálfshjálpar og virða sjálfsákvörðunarrétt hans.
Félagsmálanefnd fer með málefni félagsþjónustu í umboði bæjarstjórnar.
Gjaldskrá félagsþjónustu