17 - Kerahjúkur

Vegalengd: 4,50 km (önnur leiðin)
Leið: Sauðakot - Sauðárdalur - Kerahnjúkur
eða Hornbrekka - Hornbrekkufjall - Kerahnjúkur.
Mesta hæð: 1097 m
Göngutími 5 - 6 klst. (Báðar leiðir)

GPS: kerahnjukur.gpx

Gott er einnig að ganga á Kerahnjúk austan frá, er þá lagt upp frá þjóðveginum sunnan Sauðár (frá minnisvarðanum við Sauðakot) og gengið fram Sauðdal sem er þægilegur yfirferðar. Þegar komið er fram í botn dalsins er best að stefna í skarðið milli Bassa og Kerahnjúks og þegar upp í það er komið skal fylgja fjallsröðinni á toppinn.

Einnig er hægt að ganga frá skíðaskálanum í Ólafsfirði en sú leið er brött og gott að hafa leiðsögn með á þeirri leið. Stefnan er tekin sunnan við skíðalyftu í átt að syðsta hluta klettabeltisins sem er í Hornbrekkufjalli beint upp af Hornbrekku. Þegar komið er upp á brún Hornbrekkufjalls sér í tindinn, sem skagar til himins mikilúðlegur og krefjandi. Gengið er með brúnum og er Brimnesdalur á vinstri hönd. Nokkuð löng leið er á tindinn sjálfan og er fremur bratt efst.

Á toppi Kerans er varða og ægifagurt útsýni til allra átta. 

Distance: 4.50 km (the other way)
Route: Sauðakot - Sauðárdalur - Kerahnhúkur
or Hornbrekka - Hornbrekkufjall - Kerahnjúkur.
Maximum elevation: 1.097 m
Hiking time 5 - 6 hours. (Both ways)

GPS: kerahnjukur.gpx

When hiking to Kerahnjúk, it is best to walk from the east, then leave the main road south of Sauðár and walk to Sauðdal, which is easy to cross. When you reach the bottom of the valley, it is best to head for the pass between Bassa and Kerahnjúk and follow the mountain range to the top.

It is also possible to start from the ski hut in Ólafsfjörður and head south of the lift towards the southernmost part of the rock belt, which is in Hornbrekkufjall directly up from Hornbrekku. When you get to the edge of Hornbrekkufjall, you can see the peak, which juts into the sky, majestic and demanding. You walk along the bridges and Brimnesdalur is on the left. There is quite a long way to the summit itself and it is rather steep at the top.

At the top of Keran, there is a beautiful view