Þjónusta við eldri borgara er hluti af fjölskyldudeild Fjallabyggðar og hefur ráðgjafi félagsþjónustunnar í samvinnu við deildarstjóra fjölskyldudeildar, umsjón með þeirri þjónustu sem veitt er eldri borgurum. Dagdvöl aldraðra er starfrækt í Skálarhlíð á Siglufirði og á Hornbrekku á Ólafsfirði. Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl aldraðra er veitt hjúkrunarþjónusta og aðstaða til þjálfunar og læknisþjónustu.
Boðið er upp á flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklingsins sem sækir: þjálfun, tómstundaiðju, félagslegan stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við athafnir daglegs lífs.
Í tengslum við dagdvöl er einnig starfrækt félagsstarf fyrir aldraða þar sem boðið er upp á félagsskap, næringu, hreyfingu, tómstundaiðju og skemmtun.
Greitt er fyrir þjónustu samkvæmt gjaldskrá.