Neyðarlínan 112
Brunavarnaráætlun 2022-2026
Skoðunaráætlun eldvarnareftirlits 2024
Slökkvilið Fjallabyggðar skiptist í tvær einingar. Önnur er á Ólafsfirði og hin á Siglufirði. Samtals starfa tæplega fjörutíu slökkviliðsmenn í liðinu í hlutastarfi utan slökkviliðsstjóra sem er í 100% starfshlutfalli.
Slökkvilið Fjallabyggðar varð til með sameiningu Slökkviliðs Siglufjarðarkaupsstaðar og Slökkviliðs Ólafsfjarðarbæjar árið 2007.
Slökkvilið Fjallabyggðar starfar eftir lögum um brunavarnir nr. 75/2000 og reglugerð 747/2018. Lögbundin verkefni slökkviliða eru vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss, slökkvistarf innanhúss og reykköfun, viðbrögð við mengunar- og eiturefnaslysum, eiturefnaköfun, björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum, eldvarnaeftirlit og forvarnir, þ.m.t. eftirlit með einkabrunavörnum, sbr. reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit. Slökkviliðið er einnig mikilvægur liður í almannavarnarkerfi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Markmið slökkviliðsins er að bjarga mannslífum, eignum og umhverfi.
Hlutastarfandi slökkviliðsmenn sinna starfinu á æfingu, í námi og í útköllum.
Slökkvilið Fjallabyggðar annast forvarnarstarf og eldvarnareftirlit í sínu umdæmi og sinnir einnig slökkvitækjaþjónustu.
Hér má finna forvarnar- og fræðsluefni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS):
Eldklár – brunavarnaátak HMS Eigið eldvarnareftirlit
Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar er Jóhann K. Jóhannsson. Sími: 860 0092. Netfang: johann@fjallabyggd.is / slokkvilid@fjallabyggd.is
Varaslökkviliðsstjóri er Daníel Páll Víkingsson. Sími: 8657287
Facebooksíða slökkviliðs Fjallabyggðar