Menning

Í Fjallabyggð er blómlegt menningarlíf á hinum ýmsu sviðum menningarmála.  Fjölmörg félagasamtök halda uppi öflugu starfi, hér má finna glæsileg söfn og haldnar eru fjölmennar metnaðarfullar tónlistarhátíðir.

Þær tónlistarhátíðir sem haldnar eru í bæjarfélaginu eru kunnar fyrir metnaðarfulla dagská og spanna þær yfir vítt svið.  Þar skal fyrst nefna Þjóðlagahátíðina á Siglufirði sem hlaut Eyrarrósina árið 2005 sem áhugaverðasta hátíðin á landsbyggðinni. Trilludagar er fjölskylduhátíð sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi. Á Trilludögum er boðið upp á sjóstöng og útsýnissiglingar út á fjörðinn fagra, grill á hafnarsvæðinu, söng, tónlist, glens og gleði fyrir alla fjölskylduna. Öllu meiri ró er yfir dagskrá Berjadaga, sem haldnir eru hvert haust í Ólafsfirði en þar er sígild tónlist í fyrirrúmi.  Óhætt er að mæla með öllum þessum hátíðum fyrir unnendur góðrar tónlistar og fyrir þá sem vilja njóta tilverunnar.  Að auki eru haldnir í bæjarfélaginu fjölmargir tónleikar þar sem fram koma jafnt heimamenn sem landsþekktir tónlistarmenn.

Leikfélag er starfandi í bæjarfélaginu, nokkrir kórar og hljómsveitir og fjölmörg félagasamtök sem krydda mannlífið með öflugu starfi.

Markaðs- og menningarnefnd er bæjarstjórn til ráðuneytis um menningartengd málefni.  Í nefndinni eru 5 fulltrúar og 5 til vara.  Fundar nefndin einu sinni í mánuði eða eftir þörfum. 

Markaðs- og menningarfulltrúi Linda Lea Bogadóttir er starfsmaður málaflokksins. 

 Veist þú um viðburð í Fjallabyggð sem mætti birta á viðburðadagatalinu? Skráðu hann inn hér.

Tengiliður

Linda Lea Bogadóttir

Markaðs- og menningarfulltrúi

Fréttir

Eyrarrósin 2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2025 sem veitt verður í 19. sinn nú í vor. Eyrarrósin er veitt annað hvert ár. Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, framleitt verður sérstakt myndband um verkefnið og því gefið kostur á að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2026. Viðburðurinn getur annað hvort farið fram í heimabyggð eða öðru byggðarlagi.
Lesa meira

Umsóknarfrestur: Lóa - nýsköpunarstyrkir

Umsóknarfrestur: Lóa - nýsköpunarstyrkir Umsóknarfrestur fyrir árið 2025 er til og með 30. mars 2025.
Lesa meira