8 - Fossabrekkur frá Kleifum til Héðinsfjarðar
Vegalengd: 11-12 km
Leið: Kleifar Syðriárdalur Möðruvallaarskál Fossabrekkur - Héðinsfjörður
Mesta hæð: 680 m.
Göngutími: 7-8 klst.
GPS: hedinsfjordur-skord.gpx
Þegar farið er um Fossabrekkur er lagt upp sunnan við Gunnólfsá og upp með henni fram Syðrárdal og norðan við Syðrárhyrnu. Dalurinn allur er nokkuð á fótinn. Gengið er eftir dalnum sunnan árinnar og sem leið liggur fram í botn. Á hægri hönd þegar í dalbotninn er komið er fjallið Bangsahnjúkur, 890 m., og er nauðsynlegt að fara vel inn í botninn til að lenda ekki í skál sem nefnist Bangsaskál.
Síðasti spölurinn upp í skarðið er nokkuð brattur. Gengið er upp tvær melöldur og er sú fyrri brattari. Sveigt er til norðvesturs upp í skarðið. Þegar haldið er niður Héðinsfjarðarmegin er gengið niður allnokkurn bratta á jökli niður í svokallaða Möðruvallaskál, eftir það er greið leið niður í Héðinsfjörð. Komið er niður nokkru fyrir framan Vatn að eyðibýli sem heitir Grundarkot.
Gangan upp í skarðið frá Kleifum tekur um tvo til þrjá tíma og getur leiðin verið vandrötuð í slæmu skyggni. Mikið er um að vélsleðamenn fari þessa leið enda ekki önnur leið fær vélsleðum upp úr Árdal til Héðinsfjarðar. Niður að Grundarkoti er um fimm tíma gangur.
Distance: 11 - 12 kilometres
Route: Kleifar – Syðriárdalur – Mörðruvallaskál – Fossabrekkur – Héðinsfjörður.
Maximum elevation: 680 metres.
Hiking time in hours: 7 – 8 hours.
GPS: hedinsfjordur-skord.gpx
The tour starts at Kleifar, you walk through the valley following sheep trails and the route is marked until you reach the river confluence of Syðriá and Rauðskarðsá rivers from there you walk along the Syðriá river on the east bank. Along the route there is rather little vegetation but it is still easy to walk. You pass below the mountain side of Syðrárhyrna mountain (Ósbrekkufjall mountain) and on the right hand side you have Þverfjall mountain with its towering presence to the north of the river and further along is Bangsahnjúkur peak 890 m. It is necessary to go to the bottom of the valley in order to not end up in a basin called Bangsaskál basin. The last stretch up into the pass is rather steep. You walk up two wave formed gravel plains, the first one is the steeper one, Fossabrekkur slope from which the route derives its name. We follow a curved path to the north-west up into the pass. When you continue down to Héðinsfjörður fjord you walk for the most part on a glacier down to the Möðruvallaskál basin and then down several terraces with small cateracts. You descend in front of lake Héðinsfjarðarvatn at the abandoned farm Grundarkot. If the paln is to walk down to Vík you walk along the lake on its east side, that route is rather wet but easily passable.