Barnaverndarþjónusta Mið -Norðurlands

Barnaverndarþjónusta Mið -Norðurlands 

Þann 1. janúar 2023 tók Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands til starfa. Þjónustan er samstarf sex sveitarfélaga á Norðurlandi, frá Hrútafirði í vestri að Eyjafirði í austri. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands og ber ábyrgð á barnavernd í nánu samstarfi við aðildarsveitarfélögin. Íbúar sem heyra undir þjónustuna eru 9.371, þar af 1.893 börn. 

Eftirfarandi sveitarfélög standa að Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands: 

Fjallabyggð - fjallabyggd.is 
Húnabyggð  - hunabyggd.is 
Húnaþings vestra – hunathing.is 
Skagabyggð - skagabyggd.is 
Skagafjörður  - skagafjordur.is 
Skagaströnd – skagastrond.is  

Starfsmenn þjónustunnar eru níu og samanstanda af starfsmönnum fyrri barnaverndarnefnda sem lagðar voru niður um áramótin með nýrri löggjöf. Félagsmálastjórar umræddra sveitarfélaga mynda fagráð þjónustunnar og stýra mótun hennar.  

Vikulegir meðferðarfundir ákvarða málsmeðferð einstakra barnaverndarmála þar sem allir starfsmenn þjónustunnar mynda heildstætt teymi þekkingar, menntunar og reynslu. 

Anton Sheel Birgisson       Sálfræðingur 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir       Félagsmálastjóri 
Helga Helgadóttir       Ráðgjafi félagsþjónustu 
Hjörtur Hjartarson      Deildarstjóri félagsmáladeildar
Margrét Petra Ragnarsdóttir       Félagsráðgjafi í barnavernd 
Sara Lind Kristjánsdóttir     Félagsmálastjóri 
Sigrún Elva Benediktsdóttir     Félagsráðgjafi í barnavernd   
Sigrún Líndal Þrastardóttir      Ráðgjafi og iðjuþjálfi 
Sigurður Þór Ágústsson     Sviðsstjóri fjölskyldusviðs 


Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands er einnig aðili að Umdæmisráði landsbyggðanna, en þangað færast mál ef taka þarf ákvarðanir í andstöðu við foreldra og börn. 

Yfirmaður þjónustunnar er Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri Skagafjarðar.

Fólk getur hringt í Neyðarlínuna, 112, og tilkynnt um óviðunandi aðstæður barna. Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn. 

Frekari upplýsingar um þjónustuna verða settar á heimasíðu sveitarfélaganna þegar það á við. Nánari upplýsingar veita félagsmálastjórar aðildarsveitarfélaga.