Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

315. fundur 16. október 2024 kl. 16:00 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Ólafur Baldursson aðalm.
  • Þorgeir Bjarnason aðalm.
  • Sæbjörg Ágústsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar vegna nýs verslunarkjarna

Málsnúmer 2405039Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar unnin af T.ark arkitektum, dags. 14.10.2024. Markmið breytingartillögunnar er að útbúa nýja lóð fyrir verslunarkjarna sem mun m.a. hýsa nýja verslun Samkaupa hf. ásamt öðrum verslunum og/eða þjónustu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt á opnum íbúafundi áður en hún verður auglýst með formlegum hætti skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar - kirkjugarður við Brimnes

Málsnúmer 2408022Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem kynnt var skv. 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Einnig lagður fram breytingaruppdráttur sem unninn var til hliðsjónar af framlögðum umsögnum og sýnir fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Fjallabyggðar við Brimnes í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin þakkar fyrir þær umsagnir og ábendingar sem bárust en ekki er skylt að svara þeim á þessu stigi málsins. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að framlögð tillaga verði kynnt á íbúafundi skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir sem bárust vegna skipulagslýsingar sem kynnt var skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi nýs kirkjugarðs við Brimnes, sem unninn var með hliðsjón af framlögðum umsögnum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt á íbúafundi í samræmi við 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu á breytingu aðalskipulags fyrir kirkjugarðinn.

4.Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Flæðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2403071Vakta málsnúmer

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 á Flæðum í Ólafsfirði var auglýst samhliða breytingum á deiliskipulagi Flæða, með athugasemdafresti frá 19. ágúst 2024 til 4. október 2024. Umsagnir bárust frá 2 aðilum; Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun og gera þeir ekki athugasemdir við tillöguna.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 32.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Breyting á deiliskipulagi Flæða

Málsnúmer 2401030Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi Flæða í Ólafsfirði var auglýst með athugasemdafresti frá 19. ágúst 2024 til 4. október 2024 samhliða breytingu á aðalskipulagi. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands sem gerði ekki athugasemdir við breytinguna.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ólafsvegur 4 - Flokkur 2

Málsnúmer 2406020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarheimild vegna breytinga á Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði. Breytingarnar felast í því að gerðar eru tvær íbúðir í aðalhúsi og tvær gistieiningar í bílageymslu. Húsið verður samt áfram á einu fasteignanúmeri. Engar breytingar eru gerðar utanhúss í íbúðarhúsinu en í bílgeymslu er innkeyrsluhurð breytt í glugga og inngangshurðar. Einnig lögð fram yfirferð byggingarfulltrúa.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti breytingar innanhúss í íbúðarhúsnæðinu að uppfylltum skilyrðum byggingarfulltrúa eftir yfirferð hönnunargagna. Varðandi breytta notkun bílgeymslu skal fara fram grenndarkynning þar sem eiganda aðliggjandi bílskúrs er kynnt fyrirhuguð breyting á útliti og notkun bílgeymslunnar.

Byggingarfulltrúa er falið að gefa út byggingarheimild að þessum skilyrðum uppfylltum.

7.Hafnartún 18- 24 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2410052Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá eigendum Hafnartúns 24 um endurnýjun lóðarleigusamnings raðhúsalóðarinnar Hafnartúns 18-24 þar sem aðeins 3 ár eru eftir af gildandi lóðarleigusamning. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Hafnartún 6 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2409062Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá eigendum Hafnartúns 6 um endurnýjun lóðarleigusamnings lóðarinnar Hafnartúns 6 þar sem eldri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Hólavegur 17 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2409091Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá eiganda Hólavegar 17 um endurnýjun lóðarleigusamnings lóðarinnar Hólavegar 17 þar sem eldri samningur er útrunninn. Einnig lögð fram drög að merkjalýsingu sem er fylgiskjal samningsins.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

10.Hverfisgata 16 - Umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2409090Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn eiganda Hverfisgötu 16 um stækkun lóðarinnar um 10m til vesturs.
Nefndin samþykkir stækkun lóðarinnar um 5 m. til vesturs með tilliti til núgildandi deiliskipulags og nærliggjandi umhverfis.

11.Skipagata 1-3 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2410053Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Primex ehf. dagsett 4. október 2024 þar sem óskað er eftir lóðunum Skipagötu 1-3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar frá 2013. Fyrirtækið hefur hug á stækkun núverandi verksmiðju um 2/3 sem næst Óskarsgötu 7 og þarf nýja lóðin að vera að lágmarki 2.000 fm. að stærð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð leysi til sín þá hluta lóðanna Verksmiðjureitar 1 og Verksmiðjureitar 46 SR sem falla innan lóðarinnar Skipagötu 3 skv. deiliskipulagi Þormóðseyrar.

12.Leyfi fyrir breytingu á húsnæði við Vetrarbraut 8-10 Siglufirði

Málsnúmer 2409020Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Elínar Þorsteinsdóttur f.h. Sunnu ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til breytinga á húsnæði fyrirtækisins við Vetrarbraut 8-10. Breytingarnar fela í sér stækkun til austurs og vesturs þar sem meðal annars er gert ráð fyrir baðstofu á þakhæð hússins. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 20.9.2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir að unnin verði breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar skv. minnisblaði skipulagsfulltrúa og heimilar lóðarhafa að láta vinna deiliskipulagsbreytingu sem samræmist þeim hugmyndum sem hér koma fram. Fyrirhuguð stækkun húsnæðis kallar á stækkun byggingarreits og nýtingarhlutfalls lóðar. Breytingin yrði afgreidd í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

13.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2409070Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dags. 16.9.2024 þar sem Þorvaldur Hreinsson sækir um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á gámasvæðið við Vesturstíg í Ólafsfirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

14.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Breytingin felur í sér að ný setning bætist við aftast í 1.mgr. 4.gr. reglnanna; Umsækjandi og maki/sambúðaraðili hans teljast sem einn aðili.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða breytingu.

15.Hámarkshraði í þéttbýli Fjallabyggðar

Málsnúmer 2302025Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga svæðisstjóra norðursvæðis Vegagerðarinnar að breytingu hámarkshraða þjóðvega í þéttbýli Fjallabyggðar. Ekki er lengur heimilt að merkja hámarkshraða með hálfum tug að undanskyldum hámarkshraða í vistgötum sem er 15 km/klst. og er því nauðsynlegt að ráðast í þessar breytingar.
Samþykkt
Þar sem málið á sér mjög langan aðdraganda fagnar nefndin að loks liggi fyrir tillögur Vegagerðarinnar sem er nokkuð nálægt óskum bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Nefndin samþykkir framlagðar tillögur og leggur áherslu á að breytingarnar komi til framkvæmda hið fyrsta af hlutaðkomandi aðilum.

16.Öryggisráðstafanir í sleðabrekku.

Málsnúmer 2410080Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Helgu Guðrúnar Sigurgeirsdóttur þar sem óskað er eftir að sett verði upp net líkt og er notað á skíðasvæðum til afmörkunar, fyrir neðan túnið nyrst við Fossveg sem einhverskonar fyrirstaða svo börnin renni ekki í veg fyrir umferð. Mikill fjöldi barna nýtir brekkuna til að renna sér á veturna en mikil hætta skapast af nálægum umferðargötum.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin tekur undir áhyggjur erindishafa af leik barna við umferðargötur að vetrarlagi. Nefndin felur tæknideild að gera tilraun með ofangreindan öryggisbúnað í samvinnu við erindishafa og að árangur verði metinn þegar tilefni þykir til. Fjármögnun verkefnisins er vísað til bæjarráðs.
Fylgiskjöl:

17.Kortlagning á járnarusli og öðru sem getur valdið mengun og óþrifnaði í Fjallabyggð.

Málsnúmer 2410075Vakta málsnúmer

Lögð fram kortlagning á járnarusli og öðru sem getur valdið mengun og óþrifnaði í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin skorar á þá sem málið varðar að farga því sem þeim tilheyrir hið fyrsta. Tæknideild er falið að gera viðeigandi ráðstafanir með það járnarusl og annað sem getur valdið mengun og óþrifnaði á opnum svæðum á forræði Fjallabyggðar í samræmi við kortlagningu HNV. Tæknideild er einnig falið að vinna að útfærslu á hreinsunarátaki fyrir fjárhagsáætlun 2025.

18.Undirbúningur nýs vegar að fyrirhuguðum Fljótagöngum

Málsnúmer 2410005Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni þar sem upplýst er um rannsóknir og byrjunarathuganir vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda um Hólsdal að fyrirhuguðum Fljótagöngum.
Samþykkt
Nefndin fagnar því að hafin sé undirbúningur fyrirhugaðra Fljótaganga og gerir ekki athugasemdir við þær byrjunarathuganir sem kynntar eru.

19.Greiðslur til sveitarfélaga vegna plastsöfnunar á víðavangi 2023 og 2024

Málsnúmer 2410004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar upplýsingabréf um tilhögun greiðslna frá Úrvinnslusjóði til sveitarfélaga vegna plastsöfnunar á víðavangi.
Lagt fram til kynningar

20.Opið fyrir styrkumsóknir vegna fráveituframkvæmda

Málsnúmer 2410072Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Lovísu Árnadóttur hjá Samorku, þar sem vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir vegna fráveituframkvæmda.
Lagt fram til kynningar

21.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 1

Málsnúmer 2409008FVakta málsnúmer

Fundargerð fyrsta afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til staðfestingar skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt
  • 21.1 2410049 Vesturgata 12 - Fyrirspurn um byggingaráform
    Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 1. fundur - 7. október 2024. Byggingarfulltrúi bendir á að sækja þarf um byggingarheimild fyrir fyrirhugaðri framkvæmd með vísun í gr. 2.3.7. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br. Með umsókn um byggingarheimild þurfa að fylgja aðaluppdrættir ásamt byggingarlýsingu eða breyting á aðaluppdráttum eftir því sem við á. Bókun fundar Nefndin samþykkir ofangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa.

22.Starfslok skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2410088Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd vill þakka Írisi Stefánsdóttur fyrir samstarfið og störf hennar fyrir Fjallabyggð á liðnum árum. Nefndin óskar Írisi velfarnaðar í nýju starfi.

Fundi slitið - kl. 17:30.