Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 - Flæðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2403071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar dags. 25.3.2024. Breytingin er unnin samhliða breytingu deiliskipulags Flæða þar sem gert er ráð fyrir raðhúsi á svæði sem í dag er skilgreint sem opið svæði (323 OP). Opið svæði minnkar um 0.3 ha og íbúðarsvæði (320 ÍB) stækkar sem því nemur.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar dags. 25.3.2024. Breytingin er unnin samhliða breytingu deiliskipulags Flæða þar sem gert er ráð fyrir raðhúsi á svæði sem í dag er skilgreint sem opið svæði (323 OP). Opið svæði minnkar um 0.3 ha og íbúðarsvæði (320 ÍB) stækkar sem því nemur.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19.06.2024

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar Íslands vegna skipulagslýsingar sem kynnt var skv. 1.mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Einnig lagður fram breytingaruppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Fjallabyggðar við Flæðar í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum ásamt því að auglýsa tillöguna með lögbundnum hætti skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verður auglýst og kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags Flæða.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16.10.2024

Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 á Flæðum í Ólafsfirði var auglýst samhliða breytingum á deiliskipulagi Flæða, með athugasemdafresti frá 19. ágúst 2024 til 4. október 2024. Umsagnir bárust frá 2 aðilum; Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun og gera þeir ekki athugasemdir við tillöguna.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 32.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 249. fundur - 29.10.2024

Á 315. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 á Flæðum í Ólafsfirði sem auglýst var samhliða breytingum á deiliskipulagi Flæða, með athugasemdafresti frá 19. ágúst 2024 til 4. október 2024. Umsagnir bárust frá 2 aðilum; Minjastofnun Íslands og Umhverfisstofnun og gera þeir ekki athugasemdir við tillöguna. Málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 32.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.