Breyting á deiliskipulagi Flæða

Málsnúmer 2401030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 308. fundur - 07.02.2024

Umræða tekin um breytingu á deiliskipulagi Flæða í Ólafsfirði með það að markmiði að uppbygging svæðisins bjóði upp á fjölbreyttari húsagerðir.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að hefja vinnu við breytingu deiliskipulagsins í samræmi við umræðu nefndarinnar sem leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir; parhús og raðhús.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 310. fundur - 10.04.2024

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Flæða dagsett 5.4.2024. Sú breyting er gerð að í stað fjögurra lóða fyrir einbýlishús við Ægisbyggð 7 og Mararbyggð 14, 16 og 18, verða á svæðinu þrjár lóðir fyrir parhús á einni hæð ásamt sambyggðum bílgeymslum. Einnig er bætt við lóð fyrir fimm íbúða raðhús ásamt sambyggðum bílgeymslum á óbyggðu svæði/útivistarsvæði sunnan raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Með breytingu á deiliskipulagi er verið að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi, þar sem aðeins er gert ráð fyrir einbýlishúsum á nýjum lóðum á svæðinu.

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 242. fundur - 30.04.2024

Á 310. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var lögð fram breyting á deiliskipulagi Flæða dagsett 5.4.2024. Sú breyting er gerð að í stað fjögurra lóða fyrir einbýlishús við Ægisbyggð 7 og Mararbyggð 14, 16 og 18, verða á svæðinu þrjár lóðir fyrir parhús á einni hæð ásamt sambyggðum bílgeymslum. Einnig er bætt við lóð fyrir fimm íbúða raðhús ásamt sambyggðum bílgeymslum á óbyggðu svæði/útivistarsvæði sunnan raðhúsalóða við Bylgjubyggð 13-25 og 27-35. Með breytingu á deiliskipulagi er verið að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi, þar sem aðeins er gert ráð fyrir einbýlishúsum á nýjum lóðum á svæðinu.

Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti að auglýst verði skipulagslýsing með þeim upplýsingum sem fram koma í framlagðri breytingartillögu, í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Helgi Jóhannsson tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með 7 atkvæðum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19.06.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flæða í Ólafsfirði. Á uppdrættinum sem dagsettur er 5. apríl 2024 kemur nánar fram í hverju breytingarnar felast en markmiðið með þeim er að bjóða upp á fjölbreyttari húsagerðir á svæðinu en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi, þar sem aðeins var gert ráð fyrir einbýlishúsalóðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Flæða verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum ásamt því að auglýsa tillöguna með lögbundnum hætti skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða verður auglýst og kynnt tillaga að breytingu aðalskipulags Fjallabyggðar vegna nýrrar raðhúsalóðar á deiliskipulagssvæðinu.