Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2310001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Á fundi bæjarstjórnar þann 13. september sl. var samþykkt að fela skipulags- og umhverfisnefnd að leiða heildarendurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð sem samþykktar voru af bæjarstjórn Fjallabyggðar í janúar 2020.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar falið að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar tillögur að breytingum á lóðaúthlutunarreglum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 304. fundur - 01.11.2023

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15.11.2023

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði endurskoðuð að nýju fyrir lok árs 2025. Vísað til samþykktar bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 236. fundur - 27.11.2023

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Tillagan tekin til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Arnar Þór Stefánsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar tók til máls og fór yfir efnistök tillögunnar.
Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að bæta við nýjum 2. málslið. 10. gr.:
Reglur þessar skulu endurskoðaðar annað hvert ár frá gildistöku.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum reglurnar eins og þær eru lagðar fram, auk tillögu forseta bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 312. fundur - 19.06.2024

Lagðar fram óverulegar breytingar á reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 315. fundur - 16.10.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Breytingin felur í sér að ný setning bætist við aftast í 1.mgr. 4.gr. reglnanna; Umsækjandi og maki/sambúðaraðili hans teljast sem einn aðili.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða breytingu.