Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

303. fundur 04. október 2023 kl. 16:00 - 18:00 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arnar Þór Stefánsson formaður, A lista
  • Birna Sigurveig Björnsdóttir varaformaður, D lista
  • Ólafur Baldursson aðalmaður, D lista
  • Þorgeir Bjarnason aðalmaður, H lista
  • Áslaug Inga Barðadóttir aðalmaður, A lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulagsfulltrúi

1.Umsókn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2309022Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn L-7 ehf. dagsett 6. september 2023, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar fyrirtækisins við Vesturtanga 1-5 um 10 metra til austurs í samræmi við meðfylgjandi mynd.
Synjað
Stækkun lóðar samræmist ekki gildandi deiliskipulagi Leirutanga frá 2016 og er umsókn því hafnað.

Þorgeir Bjarnason sat hjá undir þessum lið.

2.Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu og breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2208059Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu unnin af Basalt arkitektum ásamt breytingu á aðalskipulagi sem unnin er samhliða af Lilium teiknistofu. Tillögurnar voru kynntar fyrir opnu húsi á tæknideild sveitarfélagsins þann 7.september sl. skv. 3.mgr. 40.gr skipulagslaga nr.123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til að deiliskipulagstillagan ásamt breytingu á aðalskipulagi verði auglýst í samræmi við 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2306030Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar unnin af Yrki arkitektum. Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum fór yfir tillöguna í gegnum fjarfundarbúnað.
Nefndin samþykkir að tillagan verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á opnum fundi í samræmi við 3.mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi af því auglýst með a.m.k. 6 vikna athugasemdafresti.

4.Breyting á aðalskipulagi Fjallabyggðar - Kirkjugarðurinn Saurbæjarási

Málsnúmer 2309142Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 vegna afmörkunar kirkjugarðsins á Saurbæjarási var auglýst með athugasemdafrest frá 11. ágúst til 28. september 2023. Fimm umsagnir bárust vegna tillögunnar. Náttúrufræðistofnun Íslands sendi inn sameiginlega umsögn fyrir aðalskipulags- og deiliskipulagstillöguna.

Umsagnir bárust einnig frá Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni sem gerðu engar athugasemdir við tillöguna.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar.

5.Deiliskipulag kirkjugarðs við Saurbæjarás

Málsnúmer 2211032Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi kirkjugarðs við Saurbæjarás var auglýst með athugasemdafrest frá 11. ágúst til 28. september 2023. Fimm umsagnir bárust vegna tillögunnar. Náttúrufræðistofnun Íslands sendi inn sameiginlega umsögn fyrir aðalskipulags- og deiliskipulagstillöguna. Þar kemur m.a fram að ekki virðist hafa verið lagt mat á áhrif skipulagsins á fuglalíf, en að skipulagssvæðið sé ekki mjög stórt þannig að rask á varplöndum mófugla verður tæplega mikið en aukin umferð fólks gæti haft fælandi áhrif á einhverjar tegundir. Lagt er til að notast sé við trjátegundir sem vaxa vel með náttúrulegum gróðri og mynda ekki of mikið skuggavarp. Huga skal að því við framkvæmdir að flutningur á jarðefni út af svæðinu geti aukið útbreiðslu lúpínu inn á ný svæði.

Í umsögn Vegagerðarinnar var bent á að merking veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar vantaði á deiliskipulagsuppdráttinn. Minjastofnun benti á í umsögn sinni að gera þurfi ráð fyrir 15 metra friðhelgi við minjar og að laga þurfi kafla í greinargerð um fornminjar.

Umsagnir bárust einnig frá Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju og Kirkjugarðaráði sem gerðu ekki athugasemdir við tillöguna.

Lagður fram uppfærður deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð þar sem búið er að setja inn veghelgunarmörk, aðlaga uppdrátt að skráðum fornminjum og bæta við texta í greinargerð undir kafla um fornminjar og gróður.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag kirkjugarðsins við Saurbæjarás verði samþykkt og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Garður 2A - Flokkur 1,

Málsnúmer 2309080Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarheimild dagsett 20. september 2023 þar sem Bjarni Þór Einarsson sækir um byggingarheimild f.h. Sveinu Guðbjargar Ragnarsdóttur. Sótt er um heimild til að byggja 25,3 fm viðbyggingu norðan við íbúðarhúsið á Garði 2A í Ólafsfirði þar sem áður stóð geymsla. Einnig lagðir fram aðal- og séruppdrættir ásamt skráningartöflu og starfsábyrgðartryggingu hönnuða.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Litla-Lón 150906 - Flokkur 1,

Málsnúmer 2309177Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarheimild dagsett 29. september 2023 þar sem Kristján Eldjárn Hjartarson sækir um byggingarheimild f.h. Jóhanns Júlíusar Jóhannssonar. Sótt er um heimild til að byggja 53,5 fm frístundahús á gömlum grunni við Litla-Lón í Ólafsfirði. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

8.Bakkabyggð 10 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2309124Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 25.september 2023 þar sem Hafþór Máni Baldursson sækir um lóð nr. 10 við Bakkabyggð. Um lóðina gilda skilmálar deiliskipulags Flæða frá 2013 m.s.br.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

9.Bakkabyggð 18 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 1. október 2023 þar sem Guðný Hallsdóttir sækir um lóð nr. 18 við Bakkabyggð. Um lóðina gilda skilmálar deiliskipulags Flæða frá 2013 m.s.br.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

10.Suðurgata 87 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2309176Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 19.september 2023 þar sem Finnur Ingi Sölvason sækir um lóð nr. 87 við Suðurgötu. Unnið er að deiliskipulagi lóðarinnar undir deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar.
Vísað til bæjarráðs
Með vísun í 5.gr. reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð samþykkir nefndin úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti en bendir á að byggingin þarf að lúta skilmálum og kvöðum deiliskipulags svæðisins þegar það liggur fyrir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

11.Suðurgata 55 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2309171Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 28. september 2023 sækir Bjarni Már Bjarnason f.h. Vorhúss ehf. eftir endurnýjun lóðarleigusamnings við Suðurgötu 55 á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 28.9.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

12.Eyrargata 3 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2309170Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 28. september 2023 sækir Bjarni Már Bjarnason f.h. Vorhúss ehf. eftir endurnýjun lóðarleigusamnings við Eyrargötu 3 á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 28.9.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

13.Eyrargata 18 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2309169Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 28. september 2023 sækir Bjarni Már Bjarnason f.h. Vorhúss ehf. eftir endurnýjun lóðarleigusamnings við Eyrargötu 18 á Siglufirði. Einnig lagt fram lóðarblað tæknideildar dags. 28.9.2023.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

14.Hávegur 37 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi

Málsnúmer 2309061Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 18. september 2023 sækir Fríða Jónasdóttir um endurnýjun á lóðarleigusamning Hávegar 37 með stækkun lóðarinnar til suðurs í huga. Einnig lögð fram mynd af fyrirhugaðri stækkun.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Nefndin er jákvæð fyrir stækkun lóðarinnar og felur tæknideild að kynna fyrir eigendum tillögu nefndarinnar að stækkaðri lóð.
Fylgiskjöl:

15.Bílastæði við Túngötu 40

Málsnúmer 2307034Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar var tæknideild falið að vinna tillögu fyrir næsta fund að fegrun og mótun svæðisins norðan við Túngötu 40 sem felur í sér skýrari mörk á milli almenningssvæðis og lóðarinnar að Túngötu 40. Nefndin óskaði einnig eftir kostnaðaráætlun fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024.

Lögð fram tillaga tæknideildar að fegrun og mótun svæðisins ásamt kostnaðaráætlun.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Tæknideild falið að leita viðbragða eigenda Túngötu 40 við nýtingu austurhluta lóðar og þörf fyrir aðgengi þar að.

16.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 13. september sl. var samþykkt að fela skipulags- og umhverfisnefnd að leiða heildarendurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð sem samþykktar voru af bæjarstjórn Fjallabyggðar í janúar 2020.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar falið að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar tillögur að breytingum á lóðaúthlutunarreglum.

17.Stöðuleyfi fyrir vallarhús

Málsnúmer 2309031Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Skotfélags Ólafsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að geyma gám félagsins norðan við Námuveg 11 yfir vetrartímann svo hægt sé að komast í rafmagn og halda hita á gámnum. Ekkert rafmagn er á gámasvæðinu þar sem hann hefur verið geymdur á veturna hingað til.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

18.Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2023-2026

Málsnúmer 2309040Vakta málsnúmer

Bæjarráð vísaði útboðsgögnum fyrir snjómokstur og hálkuvarnir og forsendum þeirra til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 15. september sl.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin gerir ekki athugasemdir við útboðsgögnin eins og þau eru lögð fram en beinir þeim óskum til deildarstjóra tæknideildar að verklag við safnhauga á opnum svæðum verði endurskoðað með því markmiði að umfangi þeirra verði haldið í lágmarki.

19.Uppgröftur úr Fjarðará

Málsnúmer 2309162Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Birkis Inga Símonarsonar f.h. Barðsmanna ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til að moka upp efni í Fjarðará til að fyrirbyggja skemmdir á golfvelli og umhverfi hans. Fyrir liggur að moka þurfi upp efni í kringum eyju (holu 7) auk svæðis við hliðina á braut 8 sem liggur meðfram Fjarðaránni til norðurs. Efnistakan yrði unnin í apríl 2024 þegar frost er enn í jörðu til að raska sem minnst umhverfi golfvallar.


Afgreiðslu frestað
Nefndin tekur vel í erindið en með vísun í 1.mgr. 33.gr. laga um lax- og silungsveiði óskar nefndin eftir að framkvæmdaraðili afli leyfis Fiskistofu vegna framkvæmdanna áður en afstaða er tekin til málsins.

20.Bakkavörn við veiðihúsið á Sandvöllum við Héðinsfjarðarvatn

Málsnúmer 2206058Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi landeiganda Víkur í Héðinsfirði þar sem óskað er eftir leyfi fyrir breyttri tilhögun áður samþykktrar verkframkvæmdar á bakkavörn við veiðihús á Sandvöllum sem unnin er í samstarfi við Landgræðsluna. Breytingin felur í sér í megindráttum að í stað þess að nota staura í bakkavörnina, verður notast við efni úr fjöruborði Héðinsfjarðar. Er það mat landeigenda að betur færi á því ef notað yrði efni á staðnum sem falli betur að landslagi og sé jafnvel betur fallið til þess að verja bakka Sandvalla.
Afgreiðslu frestað
Leyfi Fiskistofu fyrir bakkavörn til varnar landbroti frá júní 2022 er ekki lengur í gildi. Nefndin getur ekki veitt nýtt framkvæmdaleyfi fyrr en það hefur verið endurnýjað miðað við breyttar forsendur framkvæmdarinnar.

21.Umsókn um leyfi fyrir bakkavörn og efnistöku í Fjarðará Ólafsfirði

Málsnúmer 2310004Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 1. október 2023 óskar Þorvaldur Hreinsson f.h. Veiðifélags Ólafsfjarðar eftir heimild til að fara í bakkavörn nr. 6 skv. meðfylgjandi loftmynd unna af Sigurjóni Einarssyni f.h. Landgræðslunnar. Bakkavörnina þarf að setja vegna mikils landbrots á staðnum. Einnig er óskað eftir heimild til að taka 5250 m3 úr eyrum ofan Hrúthólshyls í Fjarðará Ólafsfirði. Megnið af efninu færi í ofangreinda bakkavörn og einnig til að bæta staði fyrir hrygningu og uppeldi seyða.
Samþykkt
Nefndin þakkar fyrir vel unna umsókn. Í umsögn Fiskistofu er ítarlega farið yfir takmarkanir við framkvæmdir í ánni. Leyfið gildir til 24. ágúst 2027. Erindi samþykkt.

22.Vatnsagi í lóðum á Siglufirði

Málsnúmer 2309032Vakta málsnúmer

Á árunum 2003-2007 voru reistir snjóflóðavarnargarðar ofan við byggðina á Siglufirði. Um var að ræða 5 leiðigarða sem náðu nánast endanna á milli í bænum auk eins leiðigarðs nyrst í bænum. Á árunum eftir að garðarnir voru fullgerðir tóku að berast kvartanir frá íbúum víðsvegar um bæinn þar sem kvartað var yfir að bleyta væri í lóðum eða leki í húsum, sem ekki átti að hafa verið þar áður. Fjallabyggð fékk EFLU verkfræðistofu til að skoða hvert einstakt tilfelli og hvort rekja mætti það til áhrifa frá varnargörðunum og var skýrslu þar um skilað í ársbyrjun 2016.
Síðan þá hafa sveitarfélaginu af og til borist kvartanir af svipuðum toga núna síðast á þessu og síðasta ári. EFLA verkfræðistofa var fengin til að skoða þessi síðustu mál og vann minnisblað útfrá vettvangsskoðun sem farið var í þann 24.júlí sl.

Eftirfarandi lóðir voru skoðaðar og metið hvort rekja mætti bleytu í lóðum til snjóflóðavarnargarða ofan byggðarinnar:
* Fossvegur 9
* Fossvegur 11
* Fossvegur 13
* Fossvegur 15
* Fossvegur 31
* Hafnartún 6
* Síldarminjasafnið (Bátahúsið)
Lagt fram til kynningar
Tæknideild falið að senda afrit af minnisblaðinu á þá aðila sem málið varðar.

23.Ályktun samþykkt á aðalfundi 2023.- Skógarreitir og græn svæði innan byggðar

Málsnúmer 2309064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá stjórn Skógræktarfélags Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið. Þar eru sveitarfélög m.a. hvött til að huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og í næsta nágrenni.
Lagt fram til kynningar

24.Uppfærsla fornleifaskráningar í Fjallabyggð 2022-2023

Málsnúmer 2301078Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 1. áfangi fornleifaskráningar sem unnin var skv. samkomulagi milli Fjallabyggðar og Minjastofnunar um frágang fornleifaskráningar innan sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.