Uppgröftur úr Fjarðará

Málsnúmer 2309162

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Lagt fram erindi Birkis Inga Símonarsonar f.h. Barðsmanna ehf. þar sem óskað er eftir leyfi til að moka upp efni í Fjarðará til að fyrirbyggja skemmdir á golfvelli og umhverfi hans. Fyrir liggur að moka þurfi upp efni í kringum eyju (holu 7) auk svæðis við hliðina á braut 8 sem liggur meðfram Fjarðaránni til norðurs. Efnistakan yrði unnin í apríl 2024 þegar frost er enn í jörðu til að raska sem minnst umhverfi golfvallar.


Afgreiðslu frestað
Nefndin tekur vel í erindið en með vísun í 1.mgr. 33.gr. laga um lax- og silungsveiði óskar nefndin eftir að framkvæmdaraðili afli leyfis Fiskistofu vegna framkvæmdanna áður en afstaða er tekin til málsins.