Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2023-2026

Málsnúmer 2309040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15.09.2023

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna snjómoksturs í Fjallabyggð fyrir tímabilið 2023 - 2026.
Vísað til nefndar
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við útboðsgögn og forsendur þeirra en vísar þeim til umsagnar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 303. fundur - 04.10.2023

Bæjarráð vísaði útboðsgögnum fyrir snjómokstur og hálkuvarnir og forsendum þeirra til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 15. september sl.
Vísað til bæjarráðs
Nefndin gerir ekki athugasemdir við útboðsgögnin eins og þau eru lögð fram en beinir þeim óskum til deildarstjóra tæknideildar að verklag við safnhauga á opnum svæðum verði endurskoðað með því markmiði að umfangi þeirra verði haldið í lágmarki.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 807. fundur - 13.10.2023

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna snjómoksturs í Fjallabyggð fyrir tímabilið 2023 - 2026.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti lokað útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð. Bæjarráð þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir umsögnina og tekur undir ábendingar varðandi mikilvægi þess að lágmarka safnhauga eins og kostur er. Þá óskar bæjarráð eftir að tæknideild geri tillögu að viðbót við forgangsreglur moksturs- og hálkuvarna með því að gera drög að sérstökum kafla um forgangsröðun moksturs á göngustígum og gangstéttum og leggja fyrir skipulag- og umhverfisnefnd.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 808. fundur - 20.10.2023

Tilboð hafa verið opnuð í snjómokstur fyrir tímabilið 2023-2026. Fyrirkomulag útboðsins var þannig að verktakar skiluðu inn einingarverðum í tímavinnu þeirra vinnuvéla sem þeir bjóða til verksins. Fjórir verktakar skiluðu inn tilboðum. Einn verktaki bauð í verkefni á Siglufirði og þrír á Ólafsfirði.
Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem lagt er til að samið verði við alla verktaka sem skiluðu tilboðum.
Bæjarráð í samræmi við minnisblað deildarstjóra tæknideildar samþykkir niðurstöður útboðsins. Málinu vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.