Bæjarráð Fjallabyggðar

807. fundur 13. október 2023 kl. 08:15 - 10:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni tæknideildar 2023.

Málsnúmer 2302060Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni deildarinnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir komuna á fundinn og fyrir yfirferðina á málefnum deildarinnar.

2.Útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð 2023-2026

Málsnúmer 2309040Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna snjómoksturs í Fjallabyggð fyrir tímabilið 2023 - 2026.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti lokað útboð á snjómokstri og hálkuvörnum í Fjallabyggð. Bæjarráð þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir umsögnina og tekur undir ábendingar varðandi mikilvægi þess að lágmarka safnhauga eins og kostur er. Þá óskar bæjarráð eftir að tæknideild geri tillögu að viðbót við forgangsreglur moksturs- og hálkuvarna með því að gera drög að sérstökum kafla um forgangsröðun moksturs á göngustígum og gangstéttum og leggja fyrir skipulag- og umhverfisnefnd.

3.Viðhaldsmál í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Tilboð voru opnuð fimmtudaginn 12 október í verkið "Siglufjörður - Dvalarheimili aldraða - Endurnýjun þaka og þaksvala" Eftirfarandi tilboð bárust:
Berg ehf 69.580.327
L7 verktakar 89.997.000
Kostnaðaráætlun 64.395.700
Samþykkt
Í samræmi við tillögu deildarstjóra þá samþykkir bæjarráð að taka tilboði lægstbjóðanda.

4.Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer 2212025Vakta málsnúmer

Tilboð í sorphirðu fyrir tímabilið 2023-2026 voru opnuð í Ráðhúsi Fjallabyggðar þann 5.10.2023.
Lagt fram minnisblað Eflu eftir yfirferð tilboða.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir í samræmi við tillögur tæknideildar að taka tilboði Íslenska Gámafélagsins.

5.Staða framkvæmda og viðhalds 2023

Málsnúmer 2303024Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram og fór yfir bókfærða stöðu áfallins viðhaldskostnaðar á árinu ásamt stöðu framkvæmda.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferð á framkvæmdum og viðhaldi á árinu.

6.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til september 2023 lagt fram til kynningar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 140.808.948,- eða 100,11% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 43 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda frá janúar til september 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til september 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi Hornbrekka

Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra vegna umsóknar dvalarheimilisins Hornbrekku um tækifærisleyfi til áfengisveitinga.
Samþykkt
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn vegna tækifærisleyfis.

10.Bakkabyggð 10 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2309124Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 25. september 2023 þar sem Hafþór Máni Baldursson sækir um lóð nr. 10 við Bakkabyggð. Um lóðina gilda skilmálar deiliskipulags Flæða frá 2013 m.s.br.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

11.Bakkabyggð 18 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2310002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 1. október 2023 þar sem Guðný Hallsdóttir sækir um lóð nr. 18 við Bakkabyggð. Um lóðina gilda skilmálar deiliskipulags Flæða frá 2013 m.s.br.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

12.Suðurgata 87 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2309176Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 19. september 2023 þar sem Finnur Ingi Sölvason sækir um lóð nr. 87 við Suðurgötu. Unnið er að deiliskipulagi lóðarinnar undir deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

13.Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti

Málsnúmer 2310013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 2310021Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Innviðaráðuneytisins um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2023

Málsnúmer 2310022Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Innviðaráðuneytisins til kynningar á minnardegi um fórnarlömb umferðarslysa 2023, sem haldinn verður 19. nóvember 2023. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður fyrstu viðbrögðum og neyðarhjálp á slysstað.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Barnaþing 2023

Málsnúmer 2310026Vakta málsnúmer

Barnaþing umboðsmanns barna verður haldið í þriðja sinn í nóvember á þessu ári.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2304029Vakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar 2022-2026 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

18.Staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga 2023 og 2024

Málsnúmer 2310027Vakta málsnúmer

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur gefið út staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2023 og 2024. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali á öllu landinu um 7,2% á milli ára 2023 og 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

19.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. október nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2023

Málsnúmer 2301068Vakta málsnúmer

Fundargerð 55. fundar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.