Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál. Nefndin sendir einnig til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla) 128. mál, frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál og tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. Þess er óskað að undirritaðar umsagnir berist eigi síðar en 23. mars nk.
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars nk
Lagt fram til kynningar