Bæjarráð Fjallabyggðar

782. fundur 14. mars 2023 kl. 08:15 - 09:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2209046Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna sameiningar á íbúðum í Skálarhlíð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun þegar búið er að semja við verktaka um fast verð vegna verksins. Þá er bæjarstjóra falið að kanna hvernig tillaga deildarstjóra samræmist innkaupa- og útboðsreglum sveitarfélagsins.

2.Staða framkvæmda og viðhalds 2023

Málsnúmer 2303024Vakta málsnúmer

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar mætti á fund bæjarráðs og fór yfir stöðu framkvæmda og viðhalds á árinu. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar um viðhaldsþörf á Sundhöll Siglufjarðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og heimilar fyrir sitt leyti að rætt verði við VSÓ ráðgjöf um að framkvæma úttekt á viðhaldsþörf við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut.

3.Innleiðing breyttrar sorphirðu vegna nýrra laga um meðhöndlun úrgangs.

Málsnúmer 2212025Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð EFLU í gerð útboðsgagna og ráðgjöf vegna breyttrar sorphirðu í Fjallabyggð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við EFLU vegna vinnu við gerð útboðsgagna og ráðgjafar vegna útboðs á sorphirðu í Fjallabyggð.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir febrúar 2023. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 98.057.647,- eða 78,18% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað um einn á tímabilinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Staða innheimtu 2023

Málsnúmer 2303023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit um aldursgreiningu innheimtukrafna, sundurliðað eftir viðskiptareikningum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Úttekt á Samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og tillögur.

Málsnúmer 2202080Vakta málsnúmer

Árið 2021 var framkvæmd greining á samfélagsmiðlum Fjallabyggðar og í framhaldinu lagðar fram tillögur að frekari nýtingu þeirra og gerð samfélagsmiðlastefnu.
Markaðs- og menningarnefnd hefur yfirfarið tillögurnar og vísar drögum að Samfélagsmiðlastefnu Fjallabyggðar til umfjöllunar í bæjarráði.
Afgreiðslu frestað
Afgreiðslu frestað.

8.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir mál er varðar viðbyggingarmöguleika við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð minnisblað með tillögum um viðbyggingarmöguleika við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut. Ljóst er að skoða þarf aðra möguleika en þá útfærslu sem reynt hefur verið að bjóða út þrisvar sinum án þess að verkið hafi hafist. Bæjarráð óskar eftir að áhersla verði lögð á aðgengismál fatlaðra, aðkomu íbúa, ökutækja og sambýli við nærliggjandi íbúðabyggð.

Einnig óskar bæjarráð eftir tillögum deildarstjóra tæknideildar um úrbætur í aðgengismálum fatlaðra við núverandi byggingu.

9.Þétting byggðar - deiliskipulag

Málsnúmer 2303026Vakta málsnúmer

Tekið fyrir mál er varðar deiliskipulagningu íbúðalóða.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndinni er falið að útbúa forgangsröðun við deiliskipulagsvinnu svæða sem þegar hafa verið auglýst sem lausar íbúðahúsalóðir til umsóknar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Formaður bæjarráðs bar upp tillögu um að taka á dagskrá mál 2303034 - Rannsóknir á jarðhita við Reyki í Ólafsfirði. Samþykkt samhljóða.

10.Rannsóknir á jarðhita við Reyki í Ólafsfirði

Málsnúmer 2303034Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Eyþórs Bjarnasonar, forstjóra Norðurorku, er varðar úrvinnslu þeirra gagna sem aflað hefur verið í borunum í Ólafsfirði ásamt upplýsingum um áform Norðurorku um frekari rannsóknir á svæðinu við Reyki.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra er falið að koma á fundi með forsvarsmönnum Norðurorku þegar að úrvinnslu gagna vegna borana í Ólafsfirði er lokið.

11.Húsnæðismál þjónustumiðstöðvar

Málsnúmer 2303027Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um húsnæðismál Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjórum og bæjarstjóra fyrir greinargott minnisblað. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við innihald minnisblaðsins. Ljóst er framkvæma þarf þarfagreiningu á húsnæðisþörf þjónustumiðstöðvar til framtíðar og í framhaldinu ákveða næstu skref. Aftur á móti þarf að bregðast við brýnum viðhaldsmálum og er deildarstjóra tæknideildar falið að ræða við meðeigendur Fjallabyggðar um næstu skref í málinu.

12.Sveitarfélagaskólinn, kynningarbréf til sveitarfélaga

Málsnúmer 2205038Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir námskeiði fyrir aðal- og varamenn í sveitarstjórnum landsins og ætlar að halda vinnustofu á Akureyri þriðjudaginn 11. apríl næstkomandi kl. 10-16.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Undirbúningur norrænna sveitarfélaga undir áhrif loftslagsbreytinga

Málsnúmer 2303030Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing um norræna ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun sem fram fer í Reykjavík í apríl. Áherslan í ár verður á hvernig sveitarfélög gera sig undirbúin undir áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga. Meðal annars verður fjallað um skipulagsgerð með tilliti til áhrifa loftslagsbreytinga, hvaða leiðir er hægt að fara til þess að undirbúa samfélög undir afleiðingar loftslagsbreytinga, áskoranir tengdar hækkandi sjávarstöðu og náttúrumiðaðar lausnir.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Fræðsluferð til Noregs um hagnýtingu vinds

Málsnúmer 2303031Vakta málsnúmer

Lagður fram dreifipóstur um fyrirhugaða vettvangs- og fræðsluferð til Noregs 25-28 apríl næstkomandi um hagnýtingu vinds. Ferðin er skipulögð af hálfu sendiráðs Íslands í Noregi í samstarfi við þarlenda aðila og Grænvang. Markmið ferðarinnar er að veita innsýn í vindorkumál í Noregi og varpa ljósi á ólík viðfangsefni allt frá stefnumótun og löggjöf til innleiðingar og reksturs frá sjónarhorni ólíkra hagaðila.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál. Nefndin sendir einnig til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla) 128. mál, frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál og tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. Þess er óskað að undirritaðar umsagnir berist eigi síðar en 23. mars nk.

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars nk

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2023

Málsnúmer 2301068Vakta málsnúmer

Fundargerðir 46., 47., 48. og 49. fundar stjórnar SSNE lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar Leyningsáss ses 2023

Málsnúmer 2303018Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar Leyningsáss frá 3. mars 2023 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Fundargerð 122. fundar fræðslu- og frístundanefndar lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.