Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, viðbygging - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005101

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 254. fundur - 04.06.2020

Lagðir fram aðaluppdrættir af viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 255. fundur - 10.06.2020

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Siglufirði samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af AVH ehf. á Akureyri.
Samþykkt
Nefndin samþykkir framlagða aðaluppdrætti og felur tæknideild að grendarkynna tillöguna fyrir íbúum að Hvanneyrarbraut 49, 51, 52 og 53.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26.08.2020

Á 255. fundi nefndarinnar þann 10. júní sl. var samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina á Siglufirði. Grenndarkynning á framkvæmdinni hefur farið fram skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að gera athugasemdir við hana var til 17. ágúst sl. Athugasemdir bárust frá fimm aðilum.
Lögð fram drög að svörum við þeim athugasemdum sem bárust.
Nefndin samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum og felur tæknideild að svara. Nefndin samþykkir einnig útgáfu byggingarleyfis fyrir viðbyggingunni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 668. fundur - 22.09.2020

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.09.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til útboðs vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Siglufirði. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki seint á næsta ári. Um er að ræða opið útboð í samræmi við lög um opinber innkaup nr. 120/2016.

Bæjarráð samþykkir heimild til útboðs vegna viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og felur deildarstjóra tæknideildar að bjóða verkið út.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 673. fundur - 03.11.2020

Jón Valgeir Baldursson vék af fundi.

Tilboð voru opnuð þann 20. október sl. í verkið Íþróttamiðstöð á Siglufirði og barst eitt tilboð að fjárhæð kr. 263.888.268.- sem er 19% yfir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir að hafna öllum tilboðum í verkið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 728. fundur - 03.02.2022

Lagt fram til kynningar vinnuskjal hönnuða er varðar framkvæmdatíma verksins.
Lagt fram

Bæjarráð Fjallabyggðar - 732. fundur - 03.03.2022

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 28. febrúar 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Viðbygging við íþróttamiðstöð Siglufjarðar" þriðjudaginn 22. febrúar. Engin tilboð bárust. Deildarstjóri tæknideildar leggur til við bæjarráð að verkið verði boðið út aftur.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að endurtaka útboðið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28.04.2022

Lagt fram til kynningar vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 22. apríl 2022 er varðar opnun tilboða í verkið „Viðbygging við íþróttamiðstöð Siglufjarðar“. Í vinnuskjalinu kemur fram að engin tilboð hafi borist í verkefnið.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna tillögu að næstu skrefum og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 744. fundur - 07.06.2022

Á 739. fundi bæjarráðs fól bæjarráð bæjarstjóra að vinna tillögur að næstu skrefum og leggja fyrir bæjarráð þar sem engin tilboð hafa borist í viðbygginguna.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar framkomnar upplýsingar vegna viðbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Bæjarráð felur tæknideild að kanna möguleikann á að skipta upp verkinu með það að markmiði að gera það viðráðanlegra til útboðs. Leggja skal fram tillögur til bæjarráðs og meta skal sérstaklega kostnaðaráhrif og mögulega aðkomu Vegagerðarinnar að færslu ræsis sem liggur undir Hvanneyrarbraut.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Tekið fyrir mál er varðar viðbyggingarmöguleika við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að leggja fyrir bæjarráð minnisblað með tillögum um viðbyggingarmöguleika við íþróttamiðstöðina við Hvanneyrarbraut. Ljóst er að skoða þarf aðra möguleika en þá útfærslu sem reynt hefur verið að bjóða út þrisvar sinum án þess að verkið hafi hafist. Bæjarráð óskar eftir að áhersla verði lögð á aðgengismál fatlaðra, aðkomu íbúa, ökutækja og sambýli við nærliggjandi íbúðabyggð.

Einnig óskar bæjarráð eftir tillögum deildarstjóra tæknideildar um úrbætur í aðgengismálum fatlaðra við núverandi byggingu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 783. fundur - 21.03.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna aðgengismála að íþróttahúsi að sunnanverðu.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og samþykkir að unnið verði eftir þeim útfærslum sem koma fram í minnisblaðinu þar sem lagt er til að vestari inngangurinn verði notaður. Samráð skal haft við þjónustuveitendur. Jafnframt óskar bæjarráð eftir kostnaðarmati á hækkun á plani til að hægt sé að nýta austari innganginn.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála yfirgaf fundinn að lokinni umræðu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 790. fundur - 16.05.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar með kostnaðarmati á bættu aðgengi á bílaplani sunnan við íþróttahúsið.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og felur honum að framkvæma skriflega verðkönnun sbr. innkaupareglur á meðal verktaka um að vinna verkið og síðan leggja fyrir bæjarráð beiðni um viðauka vegna verksins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Lögð fram tillaga AVH arkitekta um viðbyggingu við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði.
Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar tillögunni ásamt fyrri útfærslu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 14.11.2023

Á fundi sínum, 29.9.2023, vísaði Bæjarráð Fjallabyggðar tillögu að nýrri útfærslu á viðbyggingu við íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði til umsagnar fræðslu- og frístundanefndar.
Vísað til bæjarráðs
Umbeðin umsögn nefndarinnar er eftirfarandi:
Fræðslu- og frístundanefnd telur nýja hugmynd að viðbyggingu ekki góða en hún skerðir meðal annars möguleika áður fram kominnar hugmyndar um nýtingu svæðis austan við núverandi sundlaugarhús. Aðgengi að afgreiðslu og ýmsir aðrir þættir eru óhentugir. Nefndin telur fyrri tillögu að viðbyggingu eða jafnvel enn eina útfærslu vera raunsærri og skynsamlegri.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20.11.2023

Fræðslu- og frístundanefnd vísar umsögn um viðbyggingu við Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði til bæjarráðs.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar fræðslu- og frístundanefnd fyrir bókunina. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins.