Bæjarráð Fjallabyggðar

739. fundur 28. apríl 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Elías Pétursson bæjarstjóri

1.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - Opnun tilboða

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 22. apríl 2022 er varðar opnun tilboða í verkið „Viðbygging við íþróttamiðstöð Siglufjarðar“. Í vinnuskjalinu kemur fram að engin tilboð hafi borist í verkefnið.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna tillögu að næstu skrefum og leggja fyrir bæjarráð.

2.Endurnýjun yfirfallslagnar frá brunni í Gránugötu - heimild til útboðs

Málsnúmer 2204090Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 25. apríl 2022 er varðar ósk deildarstjóra um heimild bæjarráðs til að bjóða út verkefnið „Siglufjörður Álalækjaryfirfall“, einnig lagðar fram teikningar af yfirfallslögn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs.

3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 - Hagvaxtarauki

Málsnúmer 2202047Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 25. apríl 2022 er varðar viðaukabeiðni vegna svokallaðs hagvaxtaauka, en frá 1. apríl bætist hagvaxtarauki kr. 10.500.- við launatöflur gildandi kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri eftir að kostnaður vegna hagvaxtaauka verði settur í viðauka nr. 9/2022 við fjárhagsáætlun 2022 og að útgjöldum vegna hans verði mætt með lækkun á handbæru fé. Einnig lagður fram útfærður viðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2022.

Heildaráhrif vegna hagvaxtarauka á launagreiðslur Fjallabyggðar á yfirstandandi ári nema kr. 30.706.624.- sem skiptist á bókhaldslykil 1110 laun kr. 24.833.216.- og á bókhaldslykil 1890, launatengd gjöld kr. 5.873.408.-.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr.9/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 30.706.624.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Dúntekja í bæjarlandi Siglufjarðar

Málsnúmer 2106074Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um dúntekju á varpsvæðum 1 til 4 í bæjarlandi Siglufjarðar ásamt skýringum, samningsdrögin eru samin af Ingvari Hreinssyni, Sigurði Ægissyni og Örlygi Kristfinnssyni sem allir óskuðu eftir að nýta áfram svæði sem þeir hafa verið með í nýtingu. Einnig lagði bæjarstjóri fram og fór yfir gögn er varða samskipti og viðræður sem hafa átt sér stað milli sveitarfélagsins og framangreindra aðila.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakka framlögð drög að samningi um dúntekju en telur þau ekki samrýmanleg ákvörðun ráðsins á 702. fundi þess. Bæjarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi og leggja niðurstöður þeirra viðræðna fyrir næsta reglulega fund bæjarráðs.

5.Umsókn um styrk - sundnámskeið

Málsnúmer 2204057Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett erindi Óskars Þórðarsonar, Önnu Maríu Björnsdóttur og Maríu Jóhannsdóttur er varðar ósk um frían aðgang að sundlauginni á Siglufirði vegna sundnámskeiðs fyrir leikskólabörn á tímabilinu 7. til 16. júní. Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 26. apríl 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar erindið og samþykkir að veita verkefninu styrk að fjárhæð kr. 55.200.- í formi frís aðgangs að sundlaug sveitarfélagsins á Siglufirði. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að vinna málið áfram og ljúka á grunni samþykktar bæjarráðs og framlagðs vinnuskjals.

6.Umsagnarbeiðni - tímabundið áfengisleyfi Hornbrekka

Málsnúmer 2204072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 31.03.2022 er varðar beiðni um umsögn vegna umsóknar Hjúkrunarheimilisins Hornbrekku um tímabundið áfengisleyfi (tækifærisleyfi) vegna fyrirhugaðs kráarkvölds íbúa, ættingja og starfsfólks þann 5. maí nk.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og óskar íbúum Hornbrekku og gestum þeirra góðrar skemmtunar.

7.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar 2022 - fundarboð

Málsnúmer 2204088Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar veiðifélags Ólafsfjarðar sem haldinn verður 11. júní 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að sækja aðalfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

8.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá hestamannafélaginu Glæsi dags. 25. apríl 2022 ásamt bréfi lögmannsstofunnar Lex dags. 22. apríl 2022. Í erindinu óskar hestamannafélagið eftir fundi með bæjarráði.
Erindi svarað
Bæjarráð þakkar framlagt erindi og bíður fulltrúum Glæsis á næsta reglulega fund ráðsins.

9.Erindi til bæjarráðs - beiðni um aðgang að gögnum.

Málsnúmer 2204093Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Hrefnu K. Svavarsdóttur dags. 12. apríl 2022 ásamt fylgiskjölum þ.m.t. dómi í máli E-3321/2020. Í erindinu fer Hrefna fram á að fá afhent yfirlit yfir kostnað vegna aðkeyptrar lögfræðiráðgjafar sveitarfélagsins vegna framangreinds máls. Erindið fékk umfjöllun á 738. fundi bæjarráðs undir trúnaði enda um persónulegt mál að ræða að mati sveitarfélagsins. Einnig lagt fram erindi Hrefnu K. Jónsdóttur dags 25. apríl 2022 hvar hún óskar eftir því að erindi hennar verði tekið til umfjöllunar í bæjarráði og að afgreiðsla bæjarráðs verði birt í fundargerð á heimasíðu sveitarfélagsins. Að síðustu er lagt fram svarbréf sveitarfélagsins dags. 25. apríl 2022 er varðar höfnun á ósk um afhendingu gagna með vísan til 3. tl. 6. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka höfnun sveitarfélagsins á ósk um yfirlit um heildarkostnað vegna málareksturs í ofangreindu máli enda er um að ræða kostnað sem féll til vegna kaupa á þjónustu og ráðgjöf vegna dómsmáls sem höfðað var gegn sveitarfélaginu og hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum með þeim hætti að málinu var vísað frá dómi.

10.Gámahús á flugvallarsvæði - Siglufirði

Málsnúmer 2204097Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram myndir frá flugvallarsvæðinu á Siglufirði. Á myndunum má sjá gámaeiningar og muni sem eru í suðvestur horni svæðisins og eru til lýta í ásýnd svæðisins.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að hafa samband við eigendur muna sem eru á umræddu svæði og krefjast þess að þeir verði fjarlægðir, miða skal við að svæðið verði að fullu hreinsað eigi síðar en 31. maí nk.

11.Hornbrekka - samningur við Sjúkratrygginar Íslands

Málsnúmer 2204077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Fjallabyggðar um framlengingu á samningi um rekstur þjónustu hjúkrunarheimilis að Hornbrekku, Ólafsfirði, dags. 20. desember 2019 ásamt fylgiskjölum.

12.Erindi - Nýr kirkjugarður á Ólafsfirði, til kynningar

Málsnúmer 2204075Vakta málsnúmer

Lagt fram til upplýsingar erindi Önnu M. Guðlaugsdóttur f.h. sóknarnefndar Ólafsfjarðarprestakalls er varðar ósk um viðræður við sveitarfélagið varðandi nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði.

Fundi slitið - kl. 08:45.