Endurnýjun yfirfallslagnar frá brunni í Gránugötu - heimild til útboðs

Málsnúmer 2204090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28.04.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 25. apríl 2022 er varðar ósk deildarstjóra um heimild bæjarráðs til að bjóða út verkefnið „Siglufjörður Álalækjaryfirfall“, einnig lagðar fram teikningar af yfirfallslögn.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir ósk um heimild til útboðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 745. fundur - 13.06.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 8. júní 2022, þar sem fram kemur að þann 2. júní hafi tilboð verið opnuð í verkefnið „Siglufjörður Álalækjaryfirfall“. Þrjú tilboð bárust í verkið, eftirfarandi tilboð koma því til álita. Smári ehf. bauð kr. 19.916.175, Sölvi Sölvason bauð kr. 16.571.800 og Bás ehf. bauð kr. 16.359.137. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 23.331.000. Deildarstjóri tæknideildar hefur yfirfarið tilboðin og leggur til að tilboði lægstbjóðanda, Bás ehf., verði tekið.
Bæjarráð samþykkir að tilboði Báss ehf. verði tekið.