Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

133. fundur 14. nóvember 2023 kl. 16:15 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Bryndís Þorsteinsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn frístundamál, lögð fram til umræðu og kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2024 fyrir frístundamál kynnt og rædd.

2.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Tillögur að gjaldskrám fyrir málaflokkinn frístundamál lagðar fram til umræðu og kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Skarphéðinn Þórsson forstöðumaður íþróttamannvirkja.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar 2024 lögð fram til kynningar ásamt viðauka við gjaldskrá.
Gjaldskrá félagsmiðstöðvar 2024 lögð fram til kynningar.

3.Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Á fundi sínum, 29.9.2023, vísaði Bæjarráð Fjallabyggðar tillögu að nýrri útfærslu á viðbyggingu við íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði til umsagnar fræðslu- og frístundanefndar.
Vísað til bæjarráðs
Umbeðin umsögn nefndarinnar er eftirfarandi:
Fræðslu- og frístundanefnd telur nýja hugmynd að viðbyggingu ekki góða en hún skerðir meðal annars möguleika áður fram kominnar hugmyndar um nýtingu svæðis austan við núverandi sundlaugarhús. Aðgengi að afgreiðslu og ýmsir aðrir þættir eru óhentugir. Nefndin telur fyrri tillögu að viðbyggingu eða jafnvel enn eina útfærslu vera raunsærri og skynsamlegri.

4.Styrkumsóknir 2024 - Fræðslumál

Málsnúmer 2309074Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir vegna fræðslumála 2024
Lagt fram til kynningar
Umsóknir um styrki til fræðslumála 2024 lagðar fram til kynningar og umfjöllunar. Þrjár umsóknir bárust. Umsóknir verða afgreiddar á janúarfundi nefndarinnar.

5.Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Drög að stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð lögð fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar samráðshóp fyrir metnaðarfulla vinnu við gerð stefnumótunar og framtíðarsýnar í íþróttamálum í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur bæjarstjórn til að taka myndarlega undir hugmyndir samráðshópsins og að framkvæmdaráætlanir næstu ára endurspegli áherslur hópsins.

Fundi slitið - kl. 19:00.