Á 825. fundi bæjarráðs var bæjarstjóra falið að koma með tillögu að uppfærðum gjaldskrám sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu þar sem hækkanir umfram 3,5% eru leiðréttar. Bæjarstjóra er einnig falið að leita umsagnar ábyrgðarnefndar viðkomandi gjaldskráa og leggja að svo búnu fyrir bæjarráð. Málið var tekið fyrir á 138. fundi fræðslu- og frístundanefndar sem lýsti yfir ánægju sinni með áherslur í leiðréttingu gjaldskráa sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Nefndin samþykkti fyrir sitt leyti og vísar tillögum að leiðréttum gjaldskrám Leikskóla Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar og Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar til afgreiðslu bæjarráðs.
Málið var einnig tekið fyrir á 154. fundi félagsmálanefndar sem fór yfir gildandi gjaldskrá félagsþjónustunnar og lagði til leiðréttingar skv. bókun bæjarráðs, að undanskildum þeim gjaldskrárliðum sem eru bundnir ákvörðun ríkisins eins og gjaldskrá dagþjálfunar aldraðra og gjaldskrá þriðja aðila sem á við um heimsendann mat sem keyptur er frá HSN.
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) samþykkti að leiðrétta gjaldskrá TÁT með vísan í tilmæli samningsaðila við gerð síðustu kjarasamninga. Leiðrétt er hækkun umfram 3,5% en gjaldskrá TÁT hækkaði um 4,9% 1. janúar 2024. Skólanefnd TÁT leggur til að leiðrétt gjaldskrá taki gildi við upphaf næsta skólaárs.
Sigríður Ingvarsdóttir og Helgi Jóhannsson tóku til máls.
Samþykkt
Lagðar fram til kynningar