Félagsmálanefnd Fjallabyggðar

154. fundur 07. apríl 2024 kl. 12:00 - 13:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður
  • Friðþjófur Jónsson aðalm.
  • Ólafur Baldursson varaformaður
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Ólöf Rún Ólafsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer


Vísað er til bókunar bæjarráðs frá 26. mars sl. þar sem bæjarráð bókar undir 9. lið fundargerðarinnar; Kjarasamningar 2024:

,,Fjallabyggð mun nú hefja endurskoðun á gjaldskrám sínum til samræmis við það samkomulag sem gert var í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Bæjarstjóra er falið að koma með tillögu að uppfærðum gjaldskrám sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu þar sem hækkanir umfram 3,5% eru leiðréttar. Bæjarstjóra er einnig falið að leita umsagnar ábyrgðarnefndar viðkomandi gjaldskráa og leggja að svo búnu fyrir bæjarráð."

Félagsmálanefnd fór yfir gildandi gjaldskrá félagsþjónustunnar og leggur til leiðréttingar skv. bókun bæjarráðs, að undanskildum þeim gjaldskrárliðum sem eru bundnir ákvörðun ríkisins eins og gjaldskrá dagþjálfunar aldraðra og gjaldskrá þriðja aðila sem á við um heimsendann mat sem keyptur er frá HSN.

2.Húsnæðisúrræði- íbúðarhúsnæði fyrir fatlað fólk - lóðir

Málsnúmer 2404015Vakta málsnúmer

Félegsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að óska eftir því við bæjaryfirvöld að lóðirnar að Gránugötu 8, Gránugötu 12 á Siglufirði og Hvanneyrarbraut 27 á Siglufirði verði teknar frá og verði ekki til almennrar úthlutunar þar sem nú er í undirbúningi að skipuleggja uppbyggingu á búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og koma þessar lóðir vel til greina, en á þessu stigi málsins liggur ekki fyrir hvaða lóð eða lóðir kunna að verða fyrir valinu. Jafnframt er óskað eftir því að hafin verði undirbúningur að deiliskipulagi fyrir væntanlega starfsemi búsetuþjónustu fatlað fólks. Gert er ráð fyrir byggingarmagni sem nemur 5-6 íbúðum.

Fundi slitið - kl. 13:00.