Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

132. fundur 13. nóvember 2023 kl. 16:15 - 19:25 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður, D lista
  • Jakob Kárason aðalmaður, A lista
  • Sandra Finnsdóttir aðalmaður, D lista
  • Katrín Freysdóttir aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála
Bryndís Þorsteinsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Tillaga að fjárhagsáætlun fræðslumála fyrir árið 2024 til umræðu og kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2024 fyrir fræðslumál lögð fram til kynningar.

2.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Drög að gjaldskrám fyrir árið 2024 lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum.
Gjaldskrár leik- og grunnskóla lagðar fram til kynningar.

3.Símafrí. Reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2311022Vakta málsnúmer

Skólastjóri fer yfir ný viðmið um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Samþykkt
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum. Skólastjóri fór yfir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglurnar sem kallast "símafrí" snúa að því að á skólatíma fái nemendur frí frá notkun farsíma. Fræðslu- og frístundanefnd hefur áður fjallað um notkun nemenda á farsíma á skólatíma og fagnar því að nú séu komnar reglur um þessa notkun.

4.Skólastarf Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 2306017Vakta málsnúmer

Farið yfir ýmis mál sem eru í brennidepli í grunnskólanum.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum.
Skólastjóri fór yfir ýmis skólamál m.a. húsnæðismál þar sem mjög þröngt er um skólastarf í báðum skólahúsum. Nemendur eru nú ríflega 220 í skólanum og er útlit fyrir fjölgun nemenda á næstu skólaárum.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2311023Vakta málsnúmer

Vísað til bæjarráðs
Bókun í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 19:25.