Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

138. fundur 08. apríl 2024 kl. 16:15 - 18:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Karen Sif Róbertsdóttir varam.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála

1.Íslensku menntaverðlaunin 2024

Málsnúmer 2404011Vakta málsnúmer

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Hægt er að tilnefna til verðlauna í fimm flokkum: Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur, framúrskarandi kennari, framúrskarandi þróunarverkefni, framúrskarandi iðn- og verkmenntun og hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem þykja hafa skarað fram úr.
Lagt fram til kynningar
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2024 lagt fram til kynningar.

2.Húsnæðismál Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2404014Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu vinnu við úrlausn húsnæðismála Grunnskóla Fjallabyggðar næstu skólaárin þar til viðbygging rís við skólahúsið í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara grunnskólans og Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi. Skólastjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynntu fundarmönnum stöðu mála við tímabundna úrlausn á húsnæðismálum grunnskólans þar til varanleg lausn fæst með viðbyggingu við Tjarnarstíg. Starfsmenn Grunnskóla Fjallabyggðar hafa fengið sömu kynningu. Nefndin þakkar kynninguna og líst vel á lausnina.

3.Frístund 2024-2025

Málsnúmer 2404012Vakta málsnúmer

Farið yfir nýtingu Frístundar á líðandi skólaári og hugmyndir fyrir næstu önn.
Vísað til bæjarráðs
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara grunnskólans og Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og frístundafulltrúi kynntu hugmynd að útfærslu fyrir Frístund á næsta skólaári. Nefndinni líst vel á breytingarnar og vísar útfærslunni til umræðu í bæjarráði.

4.Birting gagna og fundartími nefnda

Málsnúmer 2005051Vakta málsnúmer

Farið yfir reglur um birtingu gagna með fundargerðum, fundartíma nefnda og fleira sem tengist nefndarstörfum.
Lagt fram til kynningar
Reglur um birtingu gagna með fundargerðum lagðar fram til kynningar. Nefndir og ráð Fjallabyggðar eru hvött til að birta gögn með fundargerðum í þeim tilfellum sem það er viðeigandi.
Fræðslu- og frístundanefnd ákveður að gera tilraun með að fundartími nefndarinnar verði kl. 12:00 - 13:00, að jafnaði annan mánudag í mánuði.

5.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Á 825. fundi sínum, 26. mars sl. bókaði Bæjarráð Fjallabyggðar að Fjallabyggð muni nú hefja endurskoðun á gjaldskrám sínum til samræmis við það samkomulag sem gert var í tengslum við nýgerða kjarasamninga. Bæjarstjóra var falið að koma með tillögu að uppfærðum gjaldskrám sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu þar sem hækkanir umfram 3,5% eru leiðréttar. Bæjarstjóra var einnig falið að leita umsagnar ábyrgðarnefndar viðkomandi gjaldskráa og leggja að svo búnu fyrir bæjarráð.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með áherslur í leiðréttingu gjaldskráa sem tengjast barnafjölskyldum og fólki í viðkvæmri stöðu. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti og vísar tillögu að leiðréttum gjaldskrám Leikskóla Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar og Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar til afgreiðslu bæjarráðs.

6.Endurskoðun afsláttarkjara vegna leikskólagjalda í Fjallabyggð

Málsnúmer 2403008Vakta málsnúmer

Afgreiðslu máls frestað á síðasta fundi fræðslu- og frístundanefndar.
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir minnisblað með samantekt á veittum styrkjum til námsmanna í nokkrum sveitarfélögum. Nefndin ræddi mismunandi útfærslur á afsláttum sveitarfélaga s.s. tekjutengda afslætti, námsmannaafslætti o.s.frv.
Ákveðið að fresta afgreiðslu og skoða betur mögulegar útfærslur á afsláttarkjörum.

Fundi slitið - kl. 18:30.