Húsnæðismál Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2404014

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 138. fundur - 08.04.2024

Farið yfir stöðu vinnu við úrlausn húsnæðismála Grunnskóla Fjallabyggðar næstu skólaárin þar til viðbygging rís við skólahúsið í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Árnína Björt Heimisdóttir fulltrúi kennara grunnskólans og Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi. Skólastjóri og deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynntu fundarmönnum stöðu mála við tímabundna úrlausn á húsnæðismálum grunnskólans þar til varanleg lausn fæst með viðbyggingu við Tjarnarstíg. Starfsmenn Grunnskóla Fjallabyggðar hafa fengið sömu kynningu. Nefndin þakkar kynninguna og líst vel á lausnina.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 149. fundur - 17.02.2025

Rætt um húsnæðismál Grunnskóla Fjallabyggðar og sameiningu miðstigs skólans. Skólastýra kynnir hugmyndir stjórnenda grunnskólans.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Skólastýra Grunnskóla Fjallabyggðar fór yfir hugmyndir stjórnenda vegna húsnæðisvanda Grunnskólans m.t.t. möguleika á sameiningu miðstigs.