Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

149. fundur 17. febrúar 2025 kl. 15:30 - 18:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Jakob Kárason varaformaður
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

1.Viðmið um opnunartíma Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.

Málsnúmer 2502021Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva fer yfir viðmið um opnunartíma íþróttamiðstöðva. Um er að ræða ákveðna hefð sem skapast hefur á opnunartíma m.v. árstíðir og hátíðir.
Samþykkt
Undir þessum lið sat forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir viðmiðin fyrir sitt leyti.

2.Skýrsla um gestafjölda í sund og rækt í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva kynnir töluleg gögn yfir gestafjölda í sundlaugum og líkamsræktum Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar. Fræðslu- og frístundanefnd þakkar forstöðumanni fyrir góða og gagnlega samantekt á gestafjölda í sundlaug og rækt á síðasta ári.

3.Samstarfssamningur um Landsmót UMFÍ 50 2025 í Fjallabyggð

Málsnúmer 2502019Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir til kynningar undirritaður samningur milli Fjallabyggðar, UÍF og UMFÍ vegna Landsmóts 50 sem haldið verður í Fjallabyggð 27.-29. júní 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Fræðslu- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju með að UÍF haldi Landsmót 50 í Fjallabyggð næsta sumar. Nefndin hvetur íbúa til að taka þátt í mótinu.

4.Vinnuhópur um betri starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnu Vinnuhóps um betri starfsaðstæður leikskóla.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sátu Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastýra Leikskóla Fjallabyggðar, Halldóra H. Hafdísardóttir fulltrúi starfsmanna og Sæunn Gísladóttir fulltrúi foreldra.
Fulltrúi fræðslunefndar í vinnuhópi um Betri starfsaðstæður í Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín María skólastjóri leikskólans fóru yfir vinnu hópsins með fundarmönnum. Góður gangur er í vinnunni.

5.Húsnæðismál Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2404014Vakta málsnúmer

Rætt um húsnæðismál Grunnskóla Fjallabyggðar og sameiningu miðstigs skólans. Skólastýra kynnir hugmyndir stjórnenda grunnskólans.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Skólastýra Grunnskóla Fjallabyggðar fór yfir hugmyndir stjórnenda vegna húsnæðisvanda Grunnskólans m.t.t. möguleika á sameiningu miðstigs.

6.Upphaf skóladags á unglingastigi grunnskólans

Málsnúmer 2404025Vakta málsnúmer

Á 148. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 13.janúar sl. kynnti skólastýra hugmynd að könnun á vilja foreldra til þess að seinka skólabyrjun nemenda á unglingastigi grunnskólans. Niðurstöður könnunar liggja fyrir.
Undir þessum lið sat Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Skólastýra fór yfir niðurstöður skoðanakönnunar meðal foreldra nemenda í 7.-9. bekk á því hvort seinka ætti byrjun skóladags hjá nemendum í 8.-10.bekk í grunnskólanum. Um 68% þeirra foreldra sem svöruðu könnuninni eru hlynnt því að skóladagur á unglingastigi hefjist seinna en nú er.

7.Erindi frá nemendafélagi Trölla

Málsnúmer 2501039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Nemendafélaginu Trölla sem barst fræðslu- og frístundanefnd.
Lagt fram til kynningar
Undir þessum lið sat Ása Björk Stefánsdóttir skólastýra Grunnskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Nemendafélaginu Trölla fyrir erindið og hrósar þeim fyrir frumkvæðið.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

8.Hönnunarmiðstöð fyrir krakka í Félagsmiðstöðinni Neon

Málsnúmer 2410022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur innsent erindi frá Emmu Sanderson þar sem hún setur fram hugmynd um stofnun Hönnunarmiðstöðvar fyrir krakka innan Félagsmiðstöðvarinnar Neon, með það markmið að bjóða upp á ókeypis, aðgengilegar smiðjur fyrir börn í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 16. janúar sl. og vísað til fræðslu- og frístundanefndar sem fer með mál félagsmiðstöðvarinnar.
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Emmu Sanderson fyrir hugmyndina sem er mjög spennandi. Nefndin felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða hugmyndina við Emmu til að fá nánari útskýringu og útfærslu.

Fundi slitið - kl. 18:15.