Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 30.10.2024

Til umræðu voru leikskólamál og þær leiðir sem mörg sveitarfélög eru að fara með breytingu á starfsaðstæðum og skipulagi í leikskólum svo sem með gjaldfrjálsum 6 tíma leikskóla og skráningardögum. Einnig voru húsnæðismál og starfsaðstæður til umræðu.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það að markmiði að skoða kosti og galla breytinga á starfaðstæðum í Leikskóla Fjallabyggðar. Horft verði til þess að mögulegar breytingar taki gildi frá og með næsta skólaári.

Rætt um húsnæðismál Leikhóla Ólafsfirði. Fjöldi barna á deildum er kominn að þolmörkum. Nauðsynlegt er að ráðast í aðgerðir til lausna. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir hugmyndum frá starfsfólki Leikhóla.