Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 30.10.2024

Til umræðu voru leikskólamál og þær leiðir sem mörg sveitarfélög eru að fara með breytingu á starfsaðstæðum og skipulagi í leikskólum svo sem með gjaldfrjálsum 6 tíma leikskóla og skráningardögum. Einnig voru húsnæðismál og starfsaðstæður til umræðu.
Vísað til bæjarráðs
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það að markmiði að skoða kosti og galla breytinga á starfaðstæðum í Leikskóla Fjallabyggðar. Horft verði til þess að mögulegar breytingar taki gildi frá og með næsta skólaári.

Rætt um húsnæðismál Leikhóla Ólafsfirði. Fjöldi barna á deildum er kominn að þolmörkum. Nauðsynlegt er að ráðast í aðgerðir til lausna. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir hugmyndum frá starfsfólki Leikhóla.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 851. fundur - 08.11.2024

Fræðslu- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það að markmiði að skoða kosti og galla breytinga á starfsaðstæðum í Leikskóla.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir drög að erindisbréfi vinnuhóps um gjaldfrjálsan leikskóla. Hópinn munu skipa:
Kristín María Hlökk Karlsdóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar,
Björk Óladóttir deildarstjóri í stjórnendateymi Leikskóla Fjallabyggðar, fulltrúi/fulltrúar skipaðir af fræðslu- og frístundanefnd, Sigríður Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar og
Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 11.12.2024

Fræðslu- og frístundanefnd tilnefnir fulltrúa sinn í vinnuhóp um bættar starfsaðstæður og gjaldfrjálsan leikskóla.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd tilnefnir Katrínu Freysdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í vinnuhóp um bættar starfsaðstæður og gjaldfrjálsan leikskóla. Vinnuhópurinn mun taka til starfa á nýju ári. Katrín mun halda nefndinni upplýstri um vinnuna.