Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

147. fundur 11. desember 2024 kl. 15:30 - 16:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Viktor Freyr Elísson formaður
  • Sandra Finnsdóttir aðalm.
  • Katrín Freysdóttir aðalm.
  • Bryndís Þorsteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Jakob Örn Kárason boðaði forföll og varamaður hans einnig.

1.Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd tilnefnir fulltrúa sinn í vinnuhóp um bættar starfsaðstæður og gjaldfrjálsan leikskóla.
Samþykkt
Fræðslu- og frístundanefnd tilnefnir Katrínu Freysdóttur sem fulltrúa nefndarinnar í vinnuhóp um bættar starfsaðstæður og gjaldfrjálsan leikskóla. Vinnuhópurinn mun taka til starfa á nýju ári. Katrín mun halda nefndinni upplýstri um vinnuna.

2.Sundlaugamannvirki - skýrsla frá Sundsambandi Íslands

Málsnúmer 2411112Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Mannvirkjaskýrsla Sundsambands Íslands er send sveitarfélögum með von um að hún komi að góðum notum sem uppflettirit þegar ákvarðanir um byggingu sundlauga eru teknar.
Skýrslan lögð fram til kynningar.

3.Frístundastyrkir Fjallabyggðar - Reglur og skilyrði

Málsnúmer 2311057Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að uppfærðum reglum um frístundastyrki til barna á aldrinum 4 - 18 ára og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Frístundastyrkur 2025 hækkar úr 47.500 kr. í 50.000 kr. á hvert barn í þessum aldurshópi.

4.Viðbótarhúsnæði vegna lengdrar viðveru og Frístundar við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403032Vakta málsnúmer

Lengd viðvera hefur verið flutt í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Suðurgötu 4.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fór yfir málið með nefndarmönnum. Fram hefur komið að starfsfólk Lengdrar viðveru, börn og foreldrar eru ánægð með húsnæði félagsmiðstöðvarinnar undir starfsemina. Ákveðið hefur verið að starfsemin verði þar út þetta skólaár. Ókostir staðsetningar eru þó þeir að húsnæðið liggur að umferðargötu og leiksvæði er ekki nálægt. Huga þarf að öryggi barna á milli skóla og félagsmiðstöðvar.

Fundi slitið - kl. 16:15.