Frístundastyrkir til Fjallabyggðar - Reglur og skilyrði

Málsnúmer 2311057

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 39. fundur - 01.12.2023

Reglur um frístundastyrk til barna á aldrinum 4. -18. ára lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Farið yfir reglur um frístundastyrki sem Fjallabyggð veitir til barna á aldrinum 4. - 18. ára. Frístundastyrkur verður 47.500 kr á árinu 2024. Umræða spannst um styrkina og eru ungmennin á því að það muni mikið um þá fyrir fjölskyldurnar og fagna hækkun þeirra.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 134. fundur - 04.12.2023

Uppfæra þarf reglur og skilyrði um nýtingu frístundastyrks fyrir börn á aldrinum 4. - 18. ára fyrir árið 2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Reglur og skilyrði um frístundastyrki hafa verið uppfærð fyrir árið 2024. Frístundastyrkur til barna á aldrinum 4.-18. ára, verður 47.500 kr. á árinu 2024. Frístundastyrkir eru afgreiddir í gegnum Sportabler og þá er hægt að nýta til að greiða æfingargjöld íþróttafélaga, skólagjöld í tónlistarskóla og ýmist annað frístundastarf barna. Frístundanefnd samþykkir uppfærðar reglur fyrir sitt leyti og vísar til bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 11.12.2024

Fyrir liggja uppfærðar reglur um frístundastyrki Fjallabyggðar 2025.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti drög að uppfærðum reglum um frístundastyrki til barna á aldrinum 4 - 18 ára og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Frístundastyrkur 2025 hækkar úr 47.500 kr. í 50.000 kr. á hvert barn í þessum aldurshópi.