Ungmennaráð Fjallabyggðar

39. fundur 01. desember 2023 kl. 10:30 - 11:45 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ingólfur Gylfi Guðjónsson aðalmaður
  • Guðrún Ósk Auðunsdóttir aðalmaður
  • Steingrímur Árni Jónsson aðalmaður
  • Anna Brynja Agnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
  • Salka Hlín Harðardóttir tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Salka Hlín Harðardóttir frístundafulltrúi
Elísabet Ásgerður Heimisdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann hennar.

1.Ungmennaþing 2023 - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE)

Málsnúmer 2309167Vakta málsnúmer

Farið yfir ferðina á Ungmennaþing 2023.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaþing SSNE var haldið á Raufarhöfn dagana 21.-22. nóvember sl. Fjögur ungmenni frá Fjallabyggð sóttu þingið ásamt frístundafulltrúa. Nánar verður fjallað um niðurstöður þingsins á næsta fundi ungmennaráðs.

2.Frístundastyrkir til Fjallabyggðar - Reglur og skilyrði

Málsnúmer 2311057Vakta málsnúmer

Reglur um frístundastyrk til barna á aldrinum 4. -18. ára lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Farið yfir reglur um frístundastyrki sem Fjallabyggð veitir til barna á aldrinum 4. - 18. ára. Frístundastyrkur verður 47.500 kr á árinu 2024. Umræða spannst um styrkina og eru ungmennin á því að það muni mikið um þá fyrir fjölskyldurnar og fagna hækkun þeirra.

3.Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Drög að stefnu og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð lögð fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaráð þakkar fyrir kynningu á stefnunni, líst vel á og hrósar Fjallabyggð fyrir vinnuna.

4.Starfsemi Neons 2023-2024

Málsnúmer 2311059Vakta málsnúmer

Rætt um starfið í Neon í vetur.
Lagt fram til kynningar
Rætt um starfið í Neon og aðallega fyrir eldri ungmenni, 16-19 ára. Mæting hefur verið misgóð og rætt með hvaða hætti væri hægt að ná til þeirra.

Fundi slitið - kl. 11:45.