Samráðshópur um stefnumótun og framtiðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 775. fundur - 10.01.2023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð.
Samráðshópnum er m.a. ætlað að fjalla um:
- Stefnumótun til framtíðar um metnaðarfulla uppbyggingu fjölbreytts íþróttastarfs fyrir íbúa Fjallabyggðar á öllum aldri.
- Styrkjakerfi sveitarfélagsins til íþróttamála með tilliti til þess hvernig hægt sé að hvetja til sameiningar íþróttafélaga í sömu grein innan sveitarfélagsins.
- Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunnar innan húss og utan.
- Að ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins sé forgangsraðað á þann hátt að þeir nýtist fjöldanum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfið til UÍF.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 226. fundur - 08.02.2023

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í samráðshópinn f.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar:
Guðjón M. Ólafsson
Tómas Atli Einarsson
Þorgeir Bjarnason

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í samráðshópinn f.h. ÚÍF:
Óskar Þórðarson
Dagný Finnsdóttir
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Sigurgeir Haukur Ólafsson
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tilnefningar í samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 789. fundur - 09.05.2023

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti formlega á fundi sínum 8. febrúar 2023 að stofna samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð. Samráðshópurinn hefur fundað fjórum sinnum, unnið markvisst, kallað eftir og tekið saman gögn um málið. Samráðshópurinn hefur skilað inn stöðuskýrslu um framvindu vinnunnar til bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar
Drög samráðshóps lögð fram til kynningar. Næstu skil hópsins verða á haustdögum 2023.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 14.11.2023

Drög að stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð lögð fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar samráðshóp fyrir metnaðarfulla vinnu við gerð stefnumótunar og framtíðarsýnar í íþróttamálum í Fjallabyggð. Fræðslu- og frístundanefnd hvetur bæjarstjórn til að taka myndarlega undir hugmyndir samráðshópsins og að framkvæmdaráætlanir næstu ára endurspegli áherslur hópsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Skýrsla starfshóps um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð lögð fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar samráðshópnum fyrir vel unnið verk um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð. Málinu vísað til umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 236. fundur - 27.11.2023

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti formlega á fundi sínum 8. febrúar 2023 að stofna samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð. Samráðshópurinn hefur nú lokið störfum. Lögð er fram stefna samráðshópsins um framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð.

Tómas Atli Einarsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls og fór yfir vinnu samráðshópsins og þau verkefni sem fram undan eru.
S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson, Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf. Bæjarstjóra falið að birta niðurstöður samráðshópsins í samræmi við umræður fundarins.
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að leggja yfirlit um rekstrarstyrki og framlög vegna reksturs íþróttasvæða fyrir bæjarráð með það fyrir augum, að hefja samræmingu þeirra.

Ungmennaráð Fjallabyggðar - 39. fundur - 01.12.2023

Drög að stefnu og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð lögð fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar
Ungmennaráð þakkar fyrir kynningu á stefnunni, líst vel á og hrósar Fjallabyggð fyrir vinnuna.

Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 29. fundur - 10.04.2024

Stefna um framtíðarsýn og uppbyggingu í íþróttamálum lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála kynnti stefnuna fyrir stýrihópnum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 835. fundur - 21.06.2024

Lagt fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar vegna framkvæmda á golfvelli félagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að útbúa ný drög að samningi við Golfklúbb Fjallabyggðar þar sem greiðsluröð vegna endurbóta á golfvellinum við Skeggjabrekku yrði hraðað úr 6 árum í 2-3 ár. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera að tillögu að almennu ferli sem viðhaft yrði vegna kerfisbundinnar endurskoðunar á Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð.