Bæjarráð Fjallabyggðar

775. fundur 10. janúar 2023 kl. 08:15 - 09:27 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Þorgeir Bjarnason varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Viðbygging við Grunnskóla Fjallabyggðar Ólafsfirði

Málsnúmer 2210096Vakta málsnúmer

Ævar Harðarson, Albína Thordarson og Árni Gunnar Kristjánsson mættu á fund bæjarráðs til að fara yfir mögulegar leiðir í viðbyggingu við húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði.
Vísað til nefndar
Bæjarráð þakkar Ævari Harðarsyni, Albínu Thordarson og Árna Gunnari Kristjánssyni fyrir góða yfirferð á uppfærðum teikningum. Bæjarráð vísar málinu til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd.

2.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022 - 2023

Málsnúmer 2212033Vakta málsnúmer

Lagðar fram athugasemdir hagsmunaaðila vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022/2023 sem bárust í kjölfar samráðsfundar sem haldinn var í Tjarnarborg.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar afgreiðslu sérreglna fyrir Fjallabyggð um úthlutun byggðakvóta til bæjarstjórnar.

3.Launayfirlit tímabils - 2022

Málsnúmer 2202017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til desember 2022. Alls voru greiddar kr. 1.959.854.252 í laun og launatengd gjöld, eða sem nemur 96,79% af launaáætlun. Fjöldi stöðugilda við lok tímabils var 179 og fjöldi starfsmanna 259.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Staðgreiðsla tímabils - 2022

Málsnúmer 2202018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir janúar til desember 2022. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.374.522.093,- eða 93,83% af tímabilsáætlun 2022. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað um 10 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2210020Vakta málsnúmer

Lagt er fram yfirlit yfir umsóknir um græna styrki, einnig er lögð fram tillaga að afgreiðslu einstakra erinda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Styrkumsóknir 2023 - Hátíðarhöld í Fjallabyggð

Málsnúmer 2210041Vakta málsnúmer

Lagt er fram yfirlit yfir umsóknir um styrki til hátíðarhalda í Fjallabyggð 2023 og umbeðin umsögn markaðs- og menningarnefndar frá 92. fundi nefndarinnar, einnig er lögð fram tillaga að afgreiðslu einstakra erinda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Styrkumsóknir 2023 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.

Málsnúmer 2210042Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir umsóknir um styrki til greiðslu fasteignaskatts til handa félögum og félagasamtökum fyrir árið 2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falin heimild til fullnaðarafgreiðslu mála skv. 6. gr. í reglum Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.

8.Styrkumsóknir 2023 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2210040Vakta málsnúmer

Lagt er fram yfirlit yfir umsóknir um rekstrarstyrki til safna og setra og umbeðin umsögn markaðs- og menningarnefndar frá 92. fundi nefndarinnar, einnig er lögð fram tillaga að afgreiðslu einstakra erinda.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Samráðshópur um stefnumótun og framtiðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð.
Samráðshópnum er m.a. ætlað að fjalla um:
- Stefnumótun til framtíðar um metnaðarfulla uppbyggingu fjölbreytts íþróttastarfs fyrir íbúa Fjallabyggðar á öllum aldri.
- Styrkjakerfi sveitarfélagsins til íþróttamála með tilliti til þess hvernig hægt sé að hvetja til sameiningar íþróttafélaga í sömu grein innan sveitarfélagsins.
- Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunnar innan húss og utan.
- Að ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins sé forgangsraðað á þann hátt að þeir nýtist fjöldanum.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bréfið til UÍF.

10.Erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar vegna slæms aðbúnaðar í íþróttahúsi.

Málsnúmer 2301021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Blakfélagi Fjallabyggðar um aðbúnað félagsins í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Guðjón M. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið fundarins.
Bæjarráð þakkar BF fyrir erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs greinargerð um ástand keppnisbúnaðar íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar ásamt kostnaðarmati og tillögu að úrbótum. Þá óskar bæjarráð jafnframt eftir greinargerð og tillögum um hvernig bæta skuli aðgengi. Óskað er eftir því að tillögurnar verði lagðar fyrir næsta fund bæjarráðs.

11.Almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE

Málsnúmer 2212004Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) um almenningssamgöngur á starfssvæði SSNE.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við núverandi tímatöflu.

12.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 143. fundar Félagsmálanefndar Fjallabyggðar, 293. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og 94. fundar Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:27.