Bæjarstjórn Fjallabyggðar

236. fundur 27. nóvember 2023 kl. 17:00 - 19:11 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 24 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4, 8, 10, 11, 12, 13 og 18.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 1.1 2311033 Álagning útsvars árið 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um óbreytta útsvarsprósentu fyrir árið 2024, eða 14,70%. Tillögunni vísað til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.2 2311012 Gjaldskrár 2024 - Fasteignagjöld og afsláttur af fasteignaskatti
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögur að álagningarreglum fasteignagjalda og reglum um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2024. Tillögunum vísað til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð áréttar að álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2024 verði óbreyttar og að viðmið um afslátt verði færð upp til samræmis við hækkun launavísitölu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.3 2309078 Styrkumsóknir 2024 - Umsókn um styrk eða framlag úr bæjarsjóði.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.4 2309072 Styrkumsóknir 2024 - Fasteignaskattur félaga og félagasamtaka.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar falin fullnaðarafgreiðsla umsókna í samræmi við gildandi reglur Fjallabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til handa félögum og félagasamtökum, sbr. einnig 6. gr. reglnanna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.8 2311013 Tónlistarskólinn á Tröllaskaga. Fjárhagsáætlun, gjaldskrá og skipting kostnaðar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð samþykkir tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2024. Gjaldskrá mun hækka um 4,9%. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.10 2311024 Ósk um kaup á búnaði, þeytivindum í sundlaug á Siglufirði
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við kaupin. Bæjarstjóra falið að klára málið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.11 2311023 Trúnaðarmál - starfsmannamál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.12 2211118 Samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð gerir tillögu um óbreytt kjör kjörinna fulltrúa og nefndafólks. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.13 2005101 Íþróttamiðstöðin á Siglufirði, - viðbygging
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð þakkar fræðslu- og frístundanefnd fyrir bókunina. Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 1.18 2311028 Styrkur til forvarna - heimsókn í grunn- og framhaldsskóla.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 811. fundur - 20. nóvember 2023. Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 812

Málsnúmer 2311012FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 17 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1-11.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 8. liðar fundargerðarinnar til 12. sérliðar þessa fundar, "2311036 - Staðfesting á stofnframlagi Fjallabyggðar vegna kaupa á íbúðum við Vallarbraut, Siglufirði". Forseti gerir einnig tillögu um að vísa 11. lið fundargerðarinnar til 13. sérliðar þessa fundar, "2212059 - Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð". Samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
S. Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhannsson tók til máls undir 5. lið fundargerðarinnar.
  • 2.1 2311012 Gjaldskrár 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð vísar framkomnum tillögum til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024.
    Gjaldskrám umhverfis- og tæknideildar vísað til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.2 2309077 Styrkumsóknir 2024 - Grænir styrkir - umhverfisstyrkir
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð vísar tillögu sinni um græna styrki fyrir árið 2024 til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.3 2309076 Styrkumsóknir 2024 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir umsögn sína um hátíðahöld og stærri viðburði í Fjallabyggð. Í ljósi áeggjan nefndarinnar um að minnka styrki til hátíða sem fengu styrki á líðandi ári þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn endurskoðun á reglum um úthlutanir styrkja vegna hátíðahalda og stærri viðburða í Fjallabyggð árið 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.4 2309075 Styrkumsóknir 2024 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir umsögn sína um rekstrarstyrki til safna og setra. Bæjarráð vísar tillögunum til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.
    Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
  • 2.5 2309073 Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð vísar tillögu markaðs- og menningarnefndar vegna styrkumsókna um menningarmál til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarstjóra falið að fylgja eftir spurningum bæjarráðs.
    Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Helgi Jóhannsson vék af fundi undir atkvæðagreiðslu málsins.
    Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 6 atkvæðum.
  • 2.6 2307011 Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.7 2309071 Ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.9 2311043 Trúnaðarmál - starfsmannamál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.
  • 2.10 2311025 Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2024
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24. nóvember 2023. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir komuna á fundinn. Deildarstjóranum falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum, að öðru leyti er málinu vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn hækkun á rekstrarsamningi um kr. 1.600.000,- ásamt því að félaginu verði veitt einskiptisframlag vegna skíðasvæðisins í Tindaöxl að fjárhæð kr. 1.700.000,- fyrir árið 2024 vegna viðhalds- og öryggisverkefna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs með 7 atkvæðum.

3.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 28. fundur - 8. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311002FVakta málsnúmer

Fundargerð stýrihóps um heilsueflandi samfélags er í 2 liðum.
Til afgreiðslu er 2. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 3.2 2310068 Umsókn í Lýðheilsusjóð
    Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 28. fundur - 8. nóvember 2023. Samþykkt að sækja um í Lýðsheilsusjóð fyrir verkefnið "Úti allt árið" og byggist á sex hreyfiúrræðum sem öll eru framkvæmd utandyra. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember nk. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að útfæra umsóknina og senda inn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu stýrihópsins með 7 atkvæðum.

4.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 9. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311004FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 4 liðum.
Til afgreiðslu er 4. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 4.4 2308042 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 9. nóvember 2023. Jón Kort Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2024
    Fjöldi tilnefninga bárust nefndinni og þakkar hún fyrir margar og áhugaverðar tilnefningar. Einnig þakkar nefndin fráfarandi bæjarlistamanni, Brynju Baldursdóttur, fyrir framlag hennar til menningar og lista.
    Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Ástþór Árnason bæjarlistamann Fjallabyggðar 2024. Nefndin óskar Ástþóri til hamingju með útnefninguna. Bæjarlistamaður verður útnefndur formlega við afhendingu menningarstyrkja í ársbyrjun 2024.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.
    Bæjarstjórn óskar Ástþóri Árnasyni til hamingju með útnefninguna.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 15. nóvember.

Málsnúmer 2311006FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 4 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1 og 2.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið fundargerðarinnar.
  • 5.1 2309016 Tjarnarborg - Reglur og samningur um sölu áfengra drykkja
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 15. nóvember. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir uppfærð drög að reglum um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum í samræmi við bókun markaðs- og menningarnefndar á 100. fundi sínum 28.9.2023.
    Samningur um sölu áfengra drykkja verður uppfærður í takt við nýjar reglur. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir reglur um sölu áfengra drykkja í Tjarnarborg með 7 atkvæðum.
  • 5.2 2309073 Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 15. nóvember. Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um menningarstyrki til einstakra verkefna, fyrir árið 2024, til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar styrkjum í þessum styrkflokki á fundi sínum í janúar 2024 og verður niðurstaða úthlutunar birt í kjölfarið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.

6.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 13. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311007FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Til afgreiðslu er 3. liður.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 3. lið fundargerðarinnar.
  • 6.3 2311022 Símafrí. Reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 132. fundur - 13. nóvember 2023. Undir þessum lið sátu Ása Björk Stefánsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Svala Júlía Ólafsdóttir fulltrúi foreldra í grunnskólanum. Skólastjóri fór yfir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar. Reglurnar sem kallast "símafrí" snúa að því að á skólatíma fái nemendur frí frá notkun farsíma. Fræðslu- og frístundanefnd hefur áður fjallað um notkun nemenda á farsíma á skólatíma og fagnar því að nú séu komnar reglur um þessa notkun. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir reglur um notkun nemenda á farsímum í Grunnskóla Fjallabyggðar með 7 atkvæðum.

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 14. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311008FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum.
Til afgreiðslu er 5. liður.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 5. liðar fundargerðarinnar til 13. sérliðar þessa fundar, "2212059 - Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð". Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311009FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2, 3 og 4.
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu 4. liðar fundargerðarinnar til 11. sérliðar þessa fundar, "2310001 - Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð". Samþykkt með 7 atkvæðum.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 8.2 2310063 Umsókn um lóð undir dreifistöð Rarik
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15. nóvember 2023. Nefndin samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi Snorragötu svo hægt verði að skilgreina og úthluta lóð undir fyrirhugaða dreifistöð Rarik. Breytingin telst óveruleg og skal því fara fram grenndarkynning fyrir lóðarhafa Snorragötu 4 og 6, í samræmi við 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    Skv. 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga er skipulagsnefnd heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðar og ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.
  • 8.3 2310043 Póstbox í Fjallabyggð
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 305. fundur - 15. nóvember 2023. Nefndin sér ekki ástæðu til að taka afstöðu til staðsetningar póstboxa á lóðum sem eru á forsvari annarra en bæjarins. Nefndin beinir því jafnframt til Póstsins að huga að aðgengismálum, s.s. bílastæðum fyrir notendur og starfsfólk. Framlagðar staðsetningar við sundlaugar eru taldar óheppilegar; á Siglufirði er hún langt frá því að vera miðsvæðis, og á Ólafsfirði skapar boxið óþarfa umferð inn á bílastæði fyrir skóla- og íþróttastarf. Staðsetning póstboxa á gangstétt við Kjörbúðina í Ólafsfirði er óæskileg með tilliti til gangandi vegfarenda og gangbrautar sem þar er. Heppilegra væri að finna póstboxunum stað innan lóðar Kjörbúðarinnar þar sem gert er ráð fyrir aðkomu bíla og athafnastarfsemi, í samráði við rekstraraðila Kjörbúðarinnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.

9.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 150. fundur - 16. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311011FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í þremur liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

10.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 141. fundur - 16. nóvember 2023.

Málsnúmer 2311010FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í 6 liðum.
Til afgreiðslu er liður 5.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

S. Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 2. lið fundargerðarinnar.
  • 10.5 2310067 Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Tillaga að fjárhagsáætlun
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 141. fundur - 16. nóvember 2023. Hafnarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2024 og hún lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn telur mikilvægt að áætlun um tekjur sé stillt í hóf þar sem forsendur hafa breyst og fyrirséður landaður afli í Fjallabyggð verður minni en á fyrri árum.
    Hafnarstjóra falið að koma ábendingum hafnarstjórnar á framfæri til bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar með 7 atkvæðum.

11.Endurskoðun reglna um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2310001Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt tillögu að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Tillagan tekin til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Arnar Þór Stefánsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar tók til máls og fór yfir efnistök tillögunnar.
Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um að bæta við nýjum 2. málslið. 10. gr.:
Reglur þessar skulu endurskoðaðar annað hvert ár frá gildistöku.
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum reglurnar eins og þær eru lagðar fram, auk tillögu forseta bæjarstjórnar.

12.Staðfesting á stofnframlagi Fjallabyggðar vegna kaupa á íbúðum við Vallarbraut, Siglufirði

Málsnúmer 2311036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Fjallabyggðar um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Óskað eftir staðfestingu bæjarstjórnar Fjallabyggðar á stofnframlagi sveitarfélags vegna kaupa á íbúðum við Vallarbraut 4 og 6.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti feril málsins.
Samþykkt
Bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfestir stofnframlag sveitarfélagsins vegna kaupa á íbúðum við Vallarbrautar 4 og 6.

13.Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti formlega á fundi sínum 8. febrúar 2023 að stofna samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum í Fjallabyggð. Samráðshópurinn hefur nú lokið störfum. Lögð er fram stefna samráðshópsins um framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð.

Tómas Atli Einarsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls og fór yfir vinnu samráðshópsins og þau verkefni sem fram undan eru.
S. Guðrún Hauksdóttir, Tómas Atli Einarsson, Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf. Bæjarstjóra falið að birta niðurstöður samráðshópsins í samræmi við umræður fundarins.
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að leggja yfirlit um rekstrarstyrki og framlög vegna reksturs íþróttasvæða fyrir bæjarráð með það fyrir augum, að hefja samræmingu þeirra.

14.Fjárhagsáætlun 2024-2027 - Fyrri umræða

Málsnúmer 2310067Vakta málsnúmer

Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2024.

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2024 og þriggja ára áætlunar fyrir árin 2025 til 2027 er hér með lögð fram. Hún er unnin samkvæmt fyrirmælum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er Aðalsjóður auk Þjónustumiðstöðvar og Eignasjóðs. Í B-hluta eru Veitustofnun, Hafnarsjóður, Íbúðasjóður og Hornbrekka, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð bæjarfélagsins. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum:
1.
Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára þ.e. 14,70%.
2.
Hækkun útsvarstekna er áætluð 7%.
3.
Álagningarhlutföll fasteignaskatta, lóðarleigu, vatns- og fráveitugjalda eru óbreytt milli ára.
4.
Sorphirðugjöld hækka í kr. 73.700 úr kr. 51.600 kr. í kjölfar nýrra laga um úrgangsmál sem tóku gildi á árinu, með breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjalds.
5.
Þjónustugjöld hækka um áætlaða verðlagsþróun þ.e. 6%.
6.
Varðandi launakostnað er talsverð óvissa þar sem flestir kjarasamningar eru lausir í lok mars. En í áætluninni er tekið mið af gildandi kjarasamningum auk þess sem gert er ráð fyrir 6% hækkun á launum að jafnaði.
7.
Afsláttur af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hækkar, og verður að hámarki kr. 90.000.
8.
Tekjumörk fyrir afslætti hækka í samræmi við launavísitölu.
9.
Frístundastyrkur fyrir börn á aldrinum 4 - 18 ára hækkar í kr. 47.500 úr kr. 45.000.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Fjallabyggðar nemi 4.338 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 3.560 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 4.059 m.kr., þar af A-hluti 3.424 m.kr.

Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 279 m.kr. Afskriftir nema 213 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur 10 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 56 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 136 m.kr. Afskriftir nema 155 m.kr. Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld nema 18,7 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 550 þúsund kr.

Eignir Fjallabyggðar eru áætlaðar í árslok 2024, 6.982 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 6.224 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.556 m.kr. Þar af hjá A-hluta 2.662 m.kr. Eigið fé er áætlað 4.415 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 63,2%. Eigið fé A-hluta er áætlað 3.581 m.kr. og eiginfjárhlutfall 57,4%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 297 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 429 m.kr.

Skuldaviðmið Fjallabyggðar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 24,7%.
Framkvæmdaáætlun gerir ráð fyrir 329 m.kr. fjárfestingum.

Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2025-2027 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2025 eru 4.550 m.kr., fyrir árið 2026 4.743 m.kr. og fyrir árið 2027 4.930 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2025 um 80 m.kr., fyrir árið 2026 um 110 m.kr. og fyrir árið 2027 um 145 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2025 verði 457 m.kr., fyrir árið 2026 verði það 481 m.kr. og fyrir árið 2027 verði það 500 m.kr.

Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega, skuldaviðmið er lágt og langt undir opinberum viðmiðunarmörkum.

Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð hefur nýlokið störfum og lagt fram metnaðarfullt stefnuskjal, þar sem markmið til næstu ára eru sett fram ásamt forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Fólksfjölgun hefur átt sér stað í Fjallabyggð, frá sama tíma og á síðasta ári hefur bæjarbúum fjölgað um 46 einstaklinga og fjölgun nemenda hefur átt sér stað bæði í leik- og grunnskóla. Atvinnustig er gott og það er einstaklega ánægjulegt að sjá nýbyggingar rísa í sveitarfélaginu.

Í heild eru spennandi uppbyggingartímar hér í Fjallabyggð og framtíðin er björt.
Ég hlakka til að takast á við þau ótal mörgu spennandi verkefni sem framundan eru hjá sveitarfélaginu í góðri samvinnu við kjörna fulltrúa, starfsfólk sveitarfélagsins og íbúa.

Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson og S. Guðrún Hauksdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2024 og 2025-2027, til frekari umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 19:11.