Staðfesting á stofnframlagi Fjallabyggðar vegna kaupa á íbúðum við Vallarbraut, Siglufirði

Málsnúmer 2311036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Lögð fram staðfesting bæjarfélagsins á stofnframlagi sínu til vegna kaupa á íbúðum Vallarbraut ásamt upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lagt fram til kynningar. Staðfestingu á stofnframlagi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 236. fundur - 27.11.2023

Lagt fram erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) vegna umsóknar Fjallabyggðar um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. Óskað eftir staðfestingu bæjarstjórnar Fjallabyggðar á stofnframlagi sveitarfélags vegna kaupa á íbúðum við Vallarbraut 4 og 6.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti feril málsins.
Samþykkt
Bæjarstjórn Fjallabyggðar staðfestir stofnframlag sveitarfélagsins vegna kaupa á íbúðum við Vallarbrautar 4 og 6.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 817. fundur - 19.01.2024

Niðurstaða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á úthlutun stofnframlags ríkisins vegna kaupa Fjallabyggðar á íbúðum við Vallarbraut lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð staðfestir uppfært yfirlit stofnframlags Fjallabyggðar.