Bæjarráð Fjallabyggðar

812. fundur 24. nóvember 2023 kl. 08:15 - 09:57 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 2311012Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2024. Gjaldskrár og þjónustugjöld hækka að jafnaði um 6% frá 1. janúar 2024.
Samþykkt
Bæjarráð vísar framkomnum tillögum til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024.
Gjaldskrám umhverfis- og tæknideildar vísað til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd.

2.Styrkumsóknir 2024 - Grænir styrkir - umhverfisstyrkir

Málsnúmer 2309077Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn skipulags- og umhverfisnefndar vegna úthlutunar grænna styrkja fyrir árið 2024.
Samþykkt
Bæjarráð vísar tillögu sinni um græna styrki fyrir árið 2024 til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.

3.Styrkumsóknir 2024 - Hátíðarhöld og stærri viðburðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 2309076Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um hátíðarhöld og stærri viðburði 2024 til umsagnar. Umsögn vísað til bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir umsögn sína um hátíðahöld og stærri viðburði í Fjallabyggð. Í ljósi áeggjan nefndarinnar um að minnka styrki til hátíða sem fengu styrki á líðandi ári þá leggur bæjarráð til við bæjarstjórn endurskoðun á reglum um úthlutanir styrkja vegna hátíðahalda og stærri viðburða í Fjallabyggð árið 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.

4.Styrkumsóknir 2024 - Rekstrarstyrkir til safna og setra.

Málsnúmer 2309075Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um styrki til rekstrar safna og setra 2024 til umsagnar. Umsögn vísað til bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar markaðs- og menningarnefnd fyrir umsögn sína um rekstrarstyrki til safna og setra. Bæjarráð vísar tillögunum til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.
Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

5.Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál

Málsnúmer 2309073Vakta málsnúmer

Umsóknir um styrki til menningarmála lagðar fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd hefur lokið yfirferð umsókna og úthlutar styrkjum á fundi sínum í janúar 2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar tillögu markaðs- og menningarnefndar vegna styrkumsókna um menningarmál til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarstjóra falið að fylgja eftir spurningum bæjarráðs.
Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

6.Erindum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

Málsnúmer 2307011Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi sem vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt og úthlutun kynnt styrkþegum.

7.Ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar 2024

Málsnúmer 2309071Vakta málsnúmer

Innkomnar ábendingar og tillögur íbúa vegna fjárhagsáætlunar 2024 teknar fyrir.
Niðurstaða færð í trúnaðarbók þar til fjárhagsáætlun 2024 verður endanlega samþykkt.

8.Staðfesting á stofnframlagi Fjallabyggðar vegna kaupa á íbúðum við Vallarbraut, Siglufirði

Málsnúmer 2311036Vakta málsnúmer

Lögð fram staðfesting bæjarfélagsins á stofnframlagi sínu til vegna kaupa á íbúðum Vallarbraut ásamt upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Lagt fram til kynningar. Staðfestingu á stofnframlagi vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Trúnaðarmál - starfsmannamál

Málsnúmer 2311043Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

10.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl 2024

Málsnúmer 2311025Vakta málsnúmer

Samningur við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl er runninn út.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir komuna á fundinn. Deildarstjóranum falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum, að öðru leyti er málinu vísað til fyrri umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn hækkun á rekstrarsamningi um kr. 1.600.000,- ásamt því að félaginu verði veitt einskiptisframlag vegna skíðasvæðisins í Tindaöxl að fjárhæð kr. 1.700.000,- fyrir árið 2024 vegna viðhalds- og öryggisverkefna.

11.Samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Málsnúmer 2212059Vakta málsnúmer

Skýrsla starfshóps um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð lögð fram.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar samráðshópnum fyrir vel unnið verk um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð. Málinu vísað til umræðu í bæjarstjórn.

12.Upplýsingapóstur vegna Grindavíkur

Málsnúmer 2311042Vakta málsnúmer

Lagður fram upplýsingapóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um yfirstandandi vinnu vegna stöðunnar sem upp er komin í Grindavík.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Umsókn um stuðning vegna MICE

Málsnúmer 2211071Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn frá Sóta Travel ehf. um framvindu verkefnis vegna útgreiðslu samþykkts styrks á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir samantekt vegna verkefnisins og óskar eftir því að forsvarsfólk Sóta Travel komi á fund bæjarráðs til þess að fara yfir verkefnið.

14.Umsókn um samstarf og stuðning vegna undirbúnings á verkefni um nærandi ferðaþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 2211072Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn um framvindu verkefnis um stefnumótunar- og þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu. Verkefnið hlaut styrk á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir samantekt vegna verkefnisins og óskar eftir því að forsvarsfólk verkefnisins komi inn á næsta fund bæjarráðs og kynni framvindu verkefnisins nánar.

15.Samgöngustefna SSNE

Málsnúmer 2311049Vakta málsnúmer

Skýrsla SSNE um samgöngu- og innviðastefnu Norðurlands eystra lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar stefnunni og þeim hljómgrunni sem er hjá sveitarfélögunum innan SSNE.

16.Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE fyrir kjörna fulltrúa á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2311053Vakta málsnúmer

Í samráði við stjórn SSNE er starfsfólk að skoða möguleikann á að bjóða sveitarfélögunum að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. - 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu, svo dæmi séu tekin.

Ferðin mun eiga snertipunkt við RECET verkefnið sem SSNE og Eimur eru meðal þátttakenda; RECET er Evrópuverkefni sem ætlað er að aðstoða sveitarfélög í dreifðum byggðum við innleiðingu orkuskipta. Verkefnið er unnið í samstarfi við Energiakademiet á Samsø, og er stefnt á að heimsækja eyjuna í ferðinni og fá kynningu á reynslu þeirra, einkum í tengslum við íbúasamráð og orkuskipti. Einnig njótum við aðstoðar danska sendiráðsins á Íslandi við skipulagningu ferðarinnar sem hefur boðist til að skipuleggja heimsóknir og kynnisferðir fyrir hópinn.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóra falið að óska eftir frekari upplýsingum um dagskrá og tilgang ferðarinnar og leggja fyrir bæjarstjórn til umræðu.

17.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2023

Málsnúmer 2301007Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. nóvember nk.
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.), 468. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. desember nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:57.