Styrkumsóknir 2024 - Menningarmál

Málsnúmer 2309073

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 810. fundur - 03.11.2023

Yfirlit umsókna um styrki til menningarmála árið 2024 lagt fram.
Vísað til nefndar
Lagt fram til kynningar, umsóknunum vísað til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 15.11.2023

Farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála 2024.
Samþykkt
Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknir um menningarstyrki til einstakra verkefna, fyrir árið 2024, til umfjöllunar. Markaðs- og menningarnefnd úthlutar styrkjum í þessum styrkflokki á fundi sínum í janúar 2024 og verður niðurstaða úthlutunar birt í kjölfarið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 812. fundur - 24.11.2023

Umsóknir um styrki til menningarmála lagðar fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd hefur lokið yfirferð umsókna og úthlutar styrkjum á fundi sínum í janúar 2024.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar tillögu markaðs- og menningarnefndar vegna styrkumsókna um menningarmál til fyrstu umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun 2024. Bæjarstjóra falið að fylgja eftir spurningum bæjarráðs.
Helgi Jóhannsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 104. fundur - 18.01.2024

Úrvinnsla umsókna um styrki til menningarmála 2024 lögð fram til afgreiðslu nefndar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu að úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2024 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til menningarmála sl. haust og bárust 14 umsóknir. Umsækjendur eiga von á svarbréfi í lok janúarmánaðar.